Það eru víðar kvótagreifar en í sjávarútvegi.

Það hefur verið bras með hina nýju Landeyjahöfn. Ástand á sandburði hefur verið mjög óvenjulegt segja sérfræðingarnir m.a. vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Það er mjög eðlilegt að Siglingastofnun og ríkisvaldið leiti nú leiða til að halda höfninni opinni og það verði gert hiðn fyrsta. Síðan þarf að huga að varanlegum úrræðum.

En eins og í svo mörgu þá eru ljón á veginum. Það er ekki bara i sjávarútveginum sem kvótagreifarnir eru með eign þjóðarinnar í höndunum. Nú er það upplýst að það sé ekki einfald að byggja varnargarð og færa rennslið í Markarfljóti. Það eru nefnilega fjórior bændur sem eiga landið. Væntanlega verður að semja við þá og borga ansi margar krónur til fara í svona framkvæmdir.

Það er með ólíkindum hvernig bændur og fleiri geta átt land og enginn má gera neitt á því nema að þeir leyfi og fái peninga fyrir. Það er jafnvel ekki hægt að fara í einföldustu framkvæmdir nema landeigandinn leyfi það náðarsamlegast.

Svo þarf að tilkynna ti Umhverfisráðuneytisins og Svandís tekur sér a.m.k. fjórar vikur til að ákveða hvort fara þurfi fram umhverfismat.

Er ekki bæði áin og sandurinn á fullrí hreyfingu?

Já það er bara svona, hagsmunir heils sveitarfélags eins og Vestmannaeyja um bættar samgöngur hafa ekki forgang. Hagsmunir svokallaðra landeigenda hafa forgang bæði á þessu sviði sem og öðrum.

Reyndar er það nú svo, að verði eldgos á landareign eða jarðskjálfti verði á landareign sem veldur tjóni þá er það ekki landeigandinn sem bætir tjón heldur sameiginlegur sjóður landsmanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 828349

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband