Vinnubrögð Jóhönnu í Icesave fyrir Landsdóm.

Það kemur betur og betur í ljós hvers konar þvingunarvinnubrögðum Jóhanna formaður Samfylkingunni beitir. Nú e upplýst hvernig hún beitti þvingunum til að ná fram Icesave samningi við Breta og Hollendinga. Það er ekki henni að þakka að þeir samningar urðu ekki að veruleika.

Nú hlýtur Alþingi að samþykkja að gerð verði ítarleg rannsókn á vinnubrögðum Jóhönnu varðandi Icesave. Hvers vegna beitti hún þessum vinnubrögðum, sem hefðu þýtt tugmilljarða meiri kostnað fyrir Íslendinga? Hékk þetta saman við ESB. Vildi Jóhanna keyra í gegn samkomulag við Breta og Hollendinga hvað sem það kæmi til meða að kosta til að þóknast Bretum og Hollendingum svo við fengjum jákvæðara andrúmsloft í ESB.

Það er nauðsynlegt að rannsóknarnefnd fari yfir öll vinnubrögð og alla þætti stjórnvalda varðandi Icesave.

Eftir slíka rannsókn gæti hæglega komið upp sú staða að Alþingismenn þyrftu að greiða atkvæði um ákæru um að draga þurfi Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir Landsdóm vegna vinnubragða hemnnar í Icesave málinu.


mbl.is Jóhanna hótaði afsögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki of seint Jóhanna! Segðu af þér! Þinn tími mun aldrei koma á þessum vettvangi. Farðu og einbeittu þér að einhverju öðru. Við viljum þú farir

Íslenska þjóðin (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 13:38

2 identicon

Ekki segja þetta! Þú veist vel að Samfylking og VG hafa einkarétt (eins fyndið og það er að tala um einkarétt á vinstri vængnum) á pólitískum ofsóknum. Þau eru líka meðlimir í SPES (Samtök Pólitíkusa sem Endurskrifa Söguna).

Björn (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 19:30

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Björn - ég lofa því  því hér með að gagnrýna hvorki Sf eða VG nema því aðeins að tilefni sé til þess að gera slíkt - nú eða ef ég finn hjá mér þörf til þess.

Eða af öðrum ástæðum sem ég áskil mér rétt til að skilgreina á hverjum tíma.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 5.12.2010 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband