Enn er Davíð Oddsson aðalmaðurinn hjá Samfylkingunni.

Enn er Davíð Oddsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins aðalmaðurinn í huga forystu Samfylkinarginnar. Þrátt fyrir að Davíð hafi hætt í forystu Sjálfstæðisflokksins kemst ekkert annað að í höfðinu á Jóhönnu og felirum Samfylkingarmönnum en Davíð Oddsson. Hann er enn hinn stóri og hættulegi óvinur Jóhönnu og Samfylkingarinnar.

Auðvitað verður að virða þeim til vorkunnar í Samfylkingunni að Davíð dregur oft upp í Morgunblaðinu spaugilega hlið á Jóhönnu og þeim félögum í Samfylkingunni. Þrátt fyrir að Jóhanna sé alkunnur húmorysti bæði hér á landi og víðar virðist hún illa geta tekið skotum Davíðs.

Reyndar er þetta Davíðs tal í Jóhönnu orðin alvarleg þráhyggja hjá henni,en sýnir betur en flest annað að enn er Davíð áhrifamikill í íslenskri pólitík.


mbl.is Heitir öðrum viðbrögðum en hjá Sjálfstæðisflokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ástæðan er mjög einföld. Davíð er, þó umdeildur sé og gallaður, vel gefinn og greindur maður, með alvöru leiðtogahæfileika. Slíkt er ekki að finna hjá þessu fólki aftur á móti. Eini núlifandi mögulegi arftaki Davíðs Oddssonar er Jón Gnarr, ef Jón aflar sér réttra upplýsinga á réttum stöðum, og hættir að treysta á mannvitsbrekkur sem bjóða honum "aðstoð". Alvöru hjálp finna menn þar sem þeir þurfa að leita eftir henni sjálfir og hún er ekki boðin, auglýst eða seld. Þeir sem ganga aldrei inn um galopnar dyr, þeim mun farnast vel. Jón er eini maðurinn sem er nógu greindur og hefur nóga persónutöfra og leiðtogahæfileika til að mögulega geta fyllt í skarðið fyrir Davíð, og hann hefur líka yfirburði yfir hann á sumum sviðum. Eina sem Jóni vantar eru réttar upplýsingar frá réttum stöðum. Jón hefur líka mjög gott hjartalag, sem er sjaldgæfasti eiginleiki góðs stjórnmálamanns.

Öfund smámennanna á hæfari mönnum. (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 19:30

2 identicon

Treystu bara einu auglýsingaskilti. Því sem segir "Þú þarft að koma til mín. Því ég mun ekki koma til þín."

 Og það er líka gott að þiggja velmeinta aðstoð hæfs fólks sem er lítið í sviðsljósinu.

En það er lífsnauðsynlegt fyrir góðan leiðtoga að kunna að forðast "sérfræðinga" sem auglýsa sig sem slíka, og "atvinnustjórnmálamenn" og annarra fáfróðra og óupplýstra mannvera sem þykjast vita hluti sem þeim er stranglega bannað að vita neitt um.....

Öfund smámenna á hæfari mönnum. (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 19:33

3 identicon

Já það er augljóst að Davíð stjórnar Samfylkingunni bak við tjöldin. Ég hef það líka fyrir víst að flensan sem er að ganga yfir núna sé frá Davíð komin, það sást til hans hnerra í september og eftir það byrjuðu landsmenn að veikjast.

Björn (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband