Þjóðin hlýtur að fá að kjósa um nýjan samning.

Nú berast þær fréttir að enn á ný séu Steingrímur J. og Jóhanna komin með pennan á loft til að skrifa undir nýjan Icesave samning við Breta og Hollendinga. Þeim viðirst vera mikið í mun að við greiðum fyrir skuldir sem einkabanki stofnaði til. Það hefur engin geta sýnt fram á að almenningi á Íslandi beri einhver lagaleg skylda til að greiða umrædda Icesave skuld gamla Landsbankans.

Þjóðin fékk að segja álit sitt á síðasta samningi sem Steingrímur J. og Jóhanna vildu endilega samþykkja. Þjóðin var ekki á sama máli og kolfelldi samninginn.

Það hlýtur að liggja í augum uppi að kjósendur á Íslandi verða að fá að segja sitt álit í kosningum hvort samþykkja eigi nýjustu samningsdrögin.

Ef hægt er að sýna fram á að þetta sé verulega hagstæður samningur og það sé til mikilla bóta fyrir okkur að samþykkja þá mun þjóðin segja já.

Aftur á móti hljóta enn að standa mjög sterk rök fyrir því að íslenskur almenningur eigi ekki á nokkurn hátt að þurfa að greiða fyrir skuld sem einkabanki stóð algjörlega að. Hvers vegna í óskupunum á að skattpína íslensakn almenning næstu árin til að greiða skuld sem við berum enga ábyrgð á. Eins og þetta lýtur út hljótum við að segja nei við slíkum skuldbindingu.Aðalatriði er að þjóðin fái að segja sitt álit. Ef Alþingi vísar þessum nýjustu samningsdrögum ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu verðum við að treysta því að Ólafur Ragnar forseti neiti að skrifa undir og þar með fari Icesavesamkomlagið í þjóðaratkvæðagreiðslu.


mbl.is Samkomulag að nást um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vitleysa er þetta maður ...

Hafa ekki Íslendingar í gegnum árið verið að kvarta yfir því, að ekki sé hægt að koma Íslenskum vörum á framfæri erlendis.

Jæja, nú áttu tækifærið ... nú áttu tækifærið til að láta breta, hollendinga og aðrar þjóðir evropu "taka" Íslenskar afurðir upp í skuldir, og til þess að það sé, áttu líka færi á því að þvínga þá til að laga viðskiptahallan við Ísland, Íslandi í hag ...

Hvaða aumingjaháttur er þetta, að nota sér ekki tækifærið ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 15:50

2 Smámynd: Skúli Guðbjarnarson

Ég held að flestir séu hlynntir góðum samningi nú.

Skoðanakönnun fyrst allavega áður en farið er út í ferli sem tefur fyrir í tvo mánuði.

Skúli Guðbjarnarson, 5.12.2010 kl. 16:24

3 Smámynd: Sigurður Jónsson

Liggi fyrir svo góður samningur að meirihluti kjósenda vilji samþykkja hann þá er það hið besta mál.

Aðalatriðið er að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um samninginn. Samfylkinginn hefur mikið talað um íbúalýðræði og íbúakosningu um stóru málin. Samfylkingin hlýtur því að vísa þessu máli til afgreiðslu þjóðarinnar.

Sigurður Jónsson, 5.12.2010 kl. 17:37

4 identicon

Enga skoðannakönnun bara þjóðarathvæðagreiðslu

G.Frímann Þorsteinsson (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 17:53

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Menn gleyma alltaf að það er sama hve lítið eða mikið menn borga í Icesafe samningnum bara það að samþykkja þá erum við komin með málaferli frá öllum sem bankarnir tryggðu ekki. Það verður miklu stærri upphæðir ásamt lögfræðikostnað. Við skulum neita þessu alfarið.

Valdimar Samúelsson, 5.12.2010 kl. 19:41

6 Smámynd: Elle_

Bjarne, verð að halda að þú sért að grínast.  Hef lesið þig fyrr og þú hefur skrifað af viti.  Hvað er Skúli að fara?  Veit hann ekki að ICESAVE er fullkomin nauðung og kúgun?  Og fullkomelga ólögleg krafa af hálfu bresku og hollensku ríkisstjórnanna gegn íslenskum ríkissjóði?  Og fullkomlega ólögleg þvingun íslensku ICESAVE-STJÓRNARINNAR gegn íslenskri alþýðu?? 

Við semjum ekki um kúgun og í guðanna bænum komið ekki fram með neinar sættir um neinn ICESAVE samning.  Menn með æru semja ekki um kúgun.  Ætlið þið að sættast á samning um ólöglega rukkun glæpamanns sem bankar upp hjá ykkur??  ICESAVE er ekkert öðruvísi og gegn lögum. 

Elle_, 5.12.2010 kl. 23:20

7 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Skúli. Ég fór að hugsa þú segir ''góðum samning'' hvað er með fólk eins og þig þið hugsið alltaf í að lenda góðum samning. ESB þá er talað um góðan samning. Icesafe þá er talað um góðan samning. Magma var góður samningur. Ég spyr hvað er af svona fólki sem hugsar á þann veg að lög og reglur skipta engu þegar hægt er að fá góðan samning. Bankar fóru á hausinn og tryggingar náðu ekki yfir alla, mög margir í Evrópu fengu ekkert til dæmis félagi minn í Belgíu missti allt þegar banki hans fór yfir. Svo á íslenska ríkið að borga fyrir Icesafe. Kannski eru þetta Íslendingar hér sem áttu inni hjá Icesfe í Bretlandi sem eru með þessar kröfur.??? Er það ekki málið.  

Valdimar Samúelsson, 6.12.2010 kl. 07:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 828287

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband