22.1.2011 | 14:18
Er tími Ólafs Ragnars forseta liðinn ?
Það er eðililegt að fólk fari að velta fyrirn sér næstu forsetakosningum. Það er nú svo að Ólafur Ragnar hefur ekki gefið út neina yfirlýsingu um að hann ætli að hætta. Er ekki alveg eins líklegt að Ólafur Ragnar bjóði sig fram fimmta kjörtímabilið. Hann telur sig eflaust hafa bætt sína stöðu mjög með því að bjarga Icesave vitlseysu vinstri stjórnarinnar.
Það hlýtur reyndar að vera dálítið áfall fyrir Ólaf Ragnar að önnur nöfn koma nú sterkt inn sem næsti forseti. Ragna Árnadóttir er t.d. mjög álitlegur kostur. Ragna sýndi það í störfum sínum sem dómsmálaráðherra að hún er traustsins verð. Það var reyndar eftir öðru hjá Jóhönnu og Steingrími J. að losa sig við Rögnu úr ríkisstjórninni.
Flestir vildu Rögnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er Stefán Jón Hafstein sem er næsti forseti.
Margrét Sig (IP-tala skráð) 22.1.2011 kl. 15:04
DV sagði 22. júní 1996 frá vinnustaðafundi í Straumsvík með Ólafi Ragnari Grímssyni forsetaframbjóðanda: "Þá er spurt úr sal hve lengi forsetinn eigi að sitja og hvort rétt sé að sitja í 16 ár. Ólafur Ragnar svarar því að honum finnist persónulega að eðlilegur hámarkstími sé 8 til 12 ár vegna hraðra breytinga í heiminum en það sé þó engum lögum háð og kosningar séu fjórða hvert ár."
Sigurður (IP-tala skráð) 22.1.2011 kl. 15:51
Ragna er vissulega flott kona, en hún hefur ekkert í að vera forseti, nema við viljum skrautfjöður sem verður bara málamyndaforseti. Á þessum tímum þegar framkvæmdavaldið valtar yfir allt og alla, þarf sterkan forseta til að vega á móti og vera til aðhalds, þjóðinni til varnar, það hefur Ólafur Ragnar verið, þó óvinum hans þóknist það ekki og reyni allt til að niðurlægja hans persónu.
Margrét er auðvitað að grínast að setja spilagosan Stefán Jón Hafstein í sæti forseta.
Ég helda að íslendingar í heild sinni séu glámskyggnasta fólk á jarðríki, þegar kemur að eiginleikum fólks. Ef til vill er ólán okkar í því fólgið að trúa alltaf á að rangar manneskjur bjargi öllu. Sjáum ekki hvað snýr upp og hvað niður í flóru mannanna.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.1.2011 kl. 16:23
Sterkur orðrómur er um að Jóhanna ætli sér embættið,,og Dorrit verði áfram,,
Bimbó (IP-tala skráð) 22.1.2011 kl. 17:13
Góður Bimbó!!!!!!!
Björn Jónsson, 22.1.2011 kl. 18:47
Við vitum alla vega orðið núna hvernig forseta við þurfum og hvernig ríkisstjórn við þurfum ekki.... og ég held að Ásthildur hafi nokkuð til síns máls.
Ómar Bjarki Smárason, 23.1.2011 kl. 11:28
Það er til nóg af fólki til að vera forsetar,Auk Stefáns jóns Hafsteins,t.d. Jón Gnarr,Björk,Ástþór Magnússon,Jón valur Jensson,Birgitta Jónsdóttir,Lalli Johns,Gunnar í Krossinum,Guðmundur í byrginu,Jón í Rettarholti,Kalli biskup(finnst vera kominn tími á hann),Sígríður Klingenberg og Sigurður Jónsson bloggari.Ragna á bara að verða aftur ráðherra.Það voru allir ánægðir með hana.
josef asmundsson (IP-tala skráð) 23.1.2011 kl. 16:41
Jósef þú gleymdir Ragnari Reykás í þessari flottu upptalningu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.1.2011 kl. 19:12
Nei,Ásthildur.Ég gleymdi Jólasveininum.Ragnar Reykás er ekki raunveruleg persóna.
josef asmundsson (IP-tala skráð) 23.1.2011 kl. 19:41
Væri Gunnar í Krossinum ekki betri svona sem "forsetafrú"....?
Ómar Bjarki Smárason, 23.1.2011 kl. 20:46
Jú Ragnar Reykás er til, ég sver það ég hef séð hann í sjónvarpi allra landsmanna ekki ljúga þeir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.1.2011 kl. 20:48
Gunnar í krossinum sem forsetafrú? Bíddu-ég er að reyna að sjá það fyrir mér.Neeeeeeeeeeeeeeeei.Eða jú annars.Þá væri Jónína Ben forseti.Gleymdi henni.Hún gæti nú aldeilis tekið þessa andskota í rassgatið ef þeir væru með einhvern derring(ég meina Detox).Nei nú fór ég yfir strikið.
josef asmundsson (IP-tala skráð) 23.1.2011 kl. 21:35
Hún hringdi í mig í morgun þessi elska út af innleggi frá mér á DV. Ég viðurkenni reyndar að ég var gróf og sagði hluti sem ég hefði ekki átt að segja, svo ég bað hana afsökunnar, en það segir mér bara að sumt fólk í opinbera geiranum les næðí blogg og spjall og er viðkvæmt fyrir því sem þar er sagt. enda ættum við að hafa meira í huga að aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.1.2011 kl. 22:02
Ert sennilega að tala um mig,ÁSthildur..Biðs þegar afsökunar.Skal aldrei geretta aftur.Missti mig aðeins þarna í gærkveldi.Sennilega svefngalsi.En Ég hef nú séð meira meiðandi ummæli um menn hér á þessu bloggi en þetta þó það sé engin afsökun.Vitna bara í gömlu konuna"Það er allt í lagi að blóta ef það er vel meint".
josef asmundsson (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 05:51
Ég var ekki að skamma þig Jósef ég var að segja að ég hefði beðið Jónínu afsökunar vegna dómaskapar sem ég lét út úr mér á Dv. Held líka að það hafi verið fleiri þarna með svefngalsa.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.1.2011 kl. 07:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.