Er heidarlegt ad svikja kosningaloford?

Furdulegt ad Jon Gnarr skuli vera alitinn heidarlegur stjornmalamadur. Honum hefur tekist a stuttum tima ad svikja oll helstu kosningaloford sin. Er thad heidarlegt? Er thad hid nyja Island sem folk vill sja?
mbl.is Steingrímur álitinn ákveðinn og Jón Gnarr heiðarlegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað þá með Steingrím og jóhönnu? Sem hafa sameiginlega brotið öll loforð og stefnuskrár beggja flokka sinna.

Gnarrinn fékk 28,8% en þau voru ekki langt á eftir. Með 22,1% og 20,5%.

Annað hvort er eitthvað mikið að skoðanakönnunum hér.

Eða þjóðinni.

Og nei.

Það er alls ekki heiðarlegt að svíkja kosningaloforð. Svoleiðis fólk á að láta sig hverfa.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 10.3.2011 kl. 23:11

2 identicon

Sagði ekki Jòn í kosningabaráttunni að hann myndi svíkja flest kosningaloforðin?  Í því er sennilega heiðarleiki hans fólginn.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 11.3.2011 kl. 08:39

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Jón Gnarr lofaði því í kosningabaráttunni að svíkja öll kosningaloforð sín ef svo bæri undir.  Ef hann svíkur þau öll hefur hann staðið við þetta loforð. Ef hann svíkur þau ekki öll hefur hann svikið loforðið um að svíkja þau öll og því staðið við það að svíkja þau eftir hentugleikum.

Þetta var kristaltært. 36% kjósenda vissu þetta og kusu hann. 64% gerðu það ekki en staðan var sú að engin leið var að ganga fram hjá stærsta flokknum í borgarstjórn því svo skammt var frá Hruni að hvorki Samfylkning eða VG gátu farið með Sjálfstæðisflokki. 

Síðustu vikurnar fyrir kosningar stefndi jafnvel í hreinan meirihluta Besta flokksins og öll umræðan snerist um þau tímamót sem framundan væru hvað gengi hans snerti. 

Að framansögðu má ráða að það var óvenju skýrt vikum saman að kjósendur fengju það sem þeir kusu. Það fengu þeir og geta aldrei þessu vant ekki sagt neitt við því. 

Ómar Ragnarsson, 11.3.2011 kl. 09:54

4 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Jón Gnarr lofaði því í kosningabaráttunni að svíkja öll kosningaloforð sín ef svo bæri undir.  Ef hann svíkur þau öll hefur hann staðið við þetta loforð. Ef hann svíkur þau ekki öll hefur hann svikið loforðið um að svíkja þau öll og því staðið við það að svíkja þau eftir hentugleikum.

Ef hann ætlar segist ætla að svíkja öll sín kosninga loforð þarf hann þá ekki líka að svíkja það að ætla svíkja öll sín loforð? 8)

Halldór Björgvin Jóhannsson, 11.3.2011 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband