Steingrímur J. vill krónu, Jóhanna Evru og Lilja íslenska Evru.

Ekki verður annað sagt að hin tæra vinstri stjórn býður uppá ýmis skemmtileg heit á vetrarmánuðum. Nú vill Steingrímur J. halda í íslensku krónuna þrátt fyrir að hafa sent umsókn um aðild að ESB. Jóhanna Samfylkingarformaður telur ESB og Rvruna lausn allra mála. Þessi tæra vinstri stjórn er hreint ótrúleg. Svo kom Lilja Mósesdóttir þingmaður VG í Silfur Egils í gær ig sagðist vilja taka upp nýja íslenska mynt. Gjaldmiðillinn mætti alveg heita íslensk Evra svona til að róa Samfylkinguna.

Hvernig getur nokkur maður haft trú á þessari vinstri endaleysu.


mbl.is Steingrímur vill byggja á krónu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hvenær skyldi koma að því að menn fari að ræða þessi mál af viti en ekki eins og kjánar.

Jón Ingi Cæsarsson, 14.3.2011 kl. 16:36

2 identicon

Þú virðist vita hvað er best fyrir þjóðina. Reddaðu þessu bara í hvelli.

Óli Skans (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 16:46

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er nokkuð sama hvað fólk vill í þessum málum, við erum með krónu og svo verður næstu árin, að minnsta kosti. Því ættu allir sem vilja koma landinu á réttan kjöl að sameinast um að hætta að grafa undan gjaldmiðli okkar. Það er sérstaklega hættulegt og ber vitni um mikinn vanþroska þegar ráðamenn og þá sérstaklega ráðherrar stunda slíka iðju.

Gunnar Heiðarsson, 14.3.2011 kl. 17:20

4 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Dollar á morgun með flugi, takk.

Óskar Guðmundsson, 14.3.2011 kl. 18:30

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þó nafnbreyting á krónunni yrði ekki til neins annars en að svæla aflandskrónurnar út úr hellunum sem þær fela sig í, væri hún erfiðisins virði, jafnvel þó hún myndi skapa einhver önnur vandamál.

Íslenska krónan, ISK, er oft uppnefnd RISK, þannig að nýja krónan myndi væntanlega heita NISK. Gamla krónan hlyti þá að fá nafnið GISK, sem er vel við hæfi í allri spákaupmennskunni sem felldi landið.

Theódór Norðkvist, 14.3.2011 kl. 21:25

6 identicon

Vinstri menn eiga það ekki skilið að Lilja Mósesdóttir skuli vera bendluð við þá.

Þeir eiga það bara ekki skilið.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 828250

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband