Ögmundur boðar mikla launahækkun hjá opinberum starfsmönnum.

Það hlýtur að vera hressilegt fyrir núverandi foruystu BSRB að fá önnur eins tíðindi og Ögmundur innanríkisráðherra boðar núna. Þetta er mikilvægt innlegg í kjarabaráttu opinberra starfsmanna sem framundan er.

Ef við miðum einungis við laun Jóhönnu forsætisráðherra,sem eru um 1 milljón á mánuði erum viðö að tala um að lægsti launaflokkur hjá opinberum starfsmönnum verði rúmar 300 þús.kr. á mánuði. Þetta verður mikil kjarabót fyrir stóran hóp launþega.

Ríkisstarfsmenn og starfsmenn sveitarfélaga hljóta að fagna þessu mjög. Ögmundur er fyrrverandi formaður BSRB og núna í lykilstöðu innan ríkisstjórnarinnar til að koma þessum hugmyndum sínum í framkvæmd.

Það getur ekki verið að þessi hugmynd Ögmundur sé lýðskrum eitt til að slá ryki í augu launþega svona á baráttudegi verkallýsðins. Ekki vil ég trúa því að Ögmundur vinni þannig.

Sem sagt launþegar ríkis og sveitarfélaga eiga von á verulegri launahækkun í samningunum sem eru framundan.


mbl.is Hæstu laun verði þreföld lægstu laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sammála því. Ég hef ekki trú á að Ömmi sé eintómur lýðskrumari... þannig að lægstu launin hjá hinu opinbera á eftir að hækka sómansamlega.

Sleggjan og Hvellurinn, 2.5.2011 kl. 12:48

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

HaHaHaHaHA! Til þess að svo megi verða þurfum Einræðisherra!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 2.5.2011 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 828275

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband