Gott hjá Guðlaugi Þór.

Auðvitað þarf Björn Valur að svara til saka fyrir óhróður sinnar og svívirðinga í garð Guðlaus Þórs,alþingismanns. Framkoma Björns Vals á þingi hefur verið með slíkum óskupum að það er með ólíkindum að kjósendur skuli hafa komið honum á þing.

Menn geta haft alls konar skoðanir á Guðlaugi Þór sem persónu og þingmanni. En það er fráleitt að brigsla honum um að hafa þegiðp greiðslur til að styðja einhver fyrirtæki, einstaklinga eða málefni.

Það getur engum heilvita manni dottið í hug að þingmenn vinni þannig. Það hvarlar ekki að mér að Björn Valur sé sérstaklega að gæta hagsmuna útgerðarfyrirtækisins,sem hann þáði laun hjá. Það hvarlar ekki að mér að hann þiggi eitthvað fyrir stuðning sinn í Icesave og fleiri málum.

Það gengur ekki að menn eins og Björn Valur geti ausið óhróðri og svívirðingum yfir menn.


mbl.is Ætlar að stefna Birni Val
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað með ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um  að Guðlaugur segði af sér vegna þessara mála? Voru tómir kommúnistar þar?

Jónsson (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 18:38

2 identicon

Í færslu þinni stendur "Það getur engum heilvita manni dottið í hug að þingmenn vinni þannig" og átt þá við, sem ég skil orð þín, að þiggja greiðslu fyrir fylgispekt við ákveðna hugmyndafræði í fortíð og framtíð.

Nú finnst mér allnokkrir þingmenn allnokkra flokka hafa dregið taum ýmissa sérhagsmuna ótæpilega bæði í fortíð og nútíð og tel mig hafa ýmislegt fyrir mér í því.

Get ég þá ekki talist heilvita?

Bestu kveðjur;

Kristján Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 22:27

3 identicon

Þú getur þá væntanlega útskýrt hvað auðmönnum gekk til að greiða milljónatugi til að hjálpa Gulla á þing.  Líkaði þeim fatasmekkur Gull eða hvað?

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 23:04

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er undarlegt, svo ekki sé sterkar að orði kveðið, að þú Sigurður skulir vera svo barnalegur og auðtrúa að halda að það sé eðlilegt að yfirborga kosningabaráttu í lýðræðisríki? Og svo vogar þú þér að segja að þeir séu ekki heilvita fólk sem lætur sér detta í hug að gagnrýna svívirðilegan klíkuskap og spillingu stjórnmálaflokks sem hér hefur tekið þátt í að stýra öllu til helv. ?

 Má ég bara hafa trú á mér og mínum skoðunum án blessunar öfgasinnaðra spillingarflokks-áhangenda, bæði frá svikulum öfga-hægri og svikulum öfga-vinstri?

 Það er hverjum manni hollast að trúa á sjálfan sig og sína sannfæringu og réttlætið!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.5.2011 kl. 09:16

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er óumdeilt að Guðlaugur er styrkjakóngur Alþingis. En gerir það hann að mútuþega? Eru þá ekki allir þeir þingmenn sem þegið hafa styrki mútuþegar? Og hvað með stjórnmálaflokkana, hvað með alla þá styrki sem Baugsveldið lagði Samfylkingunni til?

Og hvað með þá styrki sem sumir vilja þyggja af ESB, eru þeir þá ekki mútur?

Hvar liggja mörkin?

Það er lítið mál fyrir Björn Val að sanna að Guðlaugur þáði styrki, en hvernig í ósköpunum ætlar hann að sanna að um mútur hafi verið að ræða?

Það að þeir sem styrki þyggja séu handbendi styrkgjafans eru í sjálfu sér rök, en þá geta líka flestir þingmenn yfirgefið Alþingi og allir stjórnmálaflokkar, sérstaklega Samfylkingin.

Það er hætt við að Björn Valur eigi ekki eftir að ríða feitum hesti frá þessu máli, þó ég hafi enga sérstaka samúð með Guðlaugi.

Gunnar Heiðarsson, 3.5.2011 kl. 09:51

6 identicon

Hélt að öllum væri vel ljóst að auðrónar Baugsmafíunnar mokuðu fjármagni í kosningasjóð Guðlaugs til þess að fella Björn Bjarnason úr 1. sæti og þá helst af þingi, vegna andstöðu hans við þá.  Því miður tók Guðlaugur þátt í þeirri aðför meðvitað eður ei.

..

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.5.2011 kl. 12:17

7 Smámynd: Sigurður Jónsson

Er það svo að allir sem þiggja styrki skuldbindi sig til að fylgja málstað og greiða atkvæði á Alþingi eftir óskum styrkveitanda? Vissulega voru styrkir í sumum tilfellum orðnir alltof háir, en þýða það endilega mútur.Hvar liggja mörkin í upphæðum talið hvort um mútur er að ræða eða ekki? Það verða örugglega fáir eftir á þingi ef styrkveitingar flokkast undir mútur. Hefur t.d. Björn Valur ekki fengið neina styrki?

Hvað með stjórnmálaflokkana? Eru þeir ekki allir að þiggja styrki? Hafa þeir þar með skuldbundið sig til að greiða atkvæði eftir óskum styrkveitanda?

Sigurður Jónsson, 3.5.2011 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 828287

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband