Áskorun til þingmanna. Jóhönnu og Steingrím J. fyrir Landsdóm vegna afglapa.

Ein lúaklegustu vinnubrögð, sem Steingrímur J. beitti sér fyrir var að ákæra Geir H.Haarde fv. forsætisráðherra og draga fyrir Landsdóm. Samfylkingin spilaði leikinn þannig að hennar fv.ráðherrar slyppu,en Geir sæti einn uppi að ákæru.

Í Silfri Egils í gær kom fram að þau skötuhjú Jóhanna og Steingrímur J. létu erlenda Vogunarsjóði hafa kröfur gömlu bankanna á spottprís. Fram kom að það væri á 6 % af nafnverði. Þar með var útséð að hægt væri að koma á móts við heimili og fyrirtæki landsins til að leiðrétta skuldir.

Til viðbótar þessum afglöpum má svo bæta við Icesave málinu, sem verður þeim Jóhönnu og Steingrími J.til ævarandi skammar.

Vissulega er hægt að taka undir leiðara Morgunblaðsins í dag þar sem skorað er á stjórnarandstöðuna að hefja nú þegar undirbúning á ákæru á Jóhönnu og Steingrím J. vegna afglapa í ráðherrastarfi.

Þingmenn sem tóku þá ákvörðun að ákæra Geir H.Haarde hljóta að vera jafn tilbúnir nú a ákæra Jóhönnu og Steingrím J. fyrir afglöp í ráðherrasrafi. Það er auðvelt að sýna framá að þeirra ákvarðanir og gjörðir hafa nú þegar og koma til með að skapa íslenskum almenningi miklu og óþarfa tjóni. Tökum undir áskorun til þingmanna að Jóhanna og Steingrímur J. ver'i dregin fyrir Landsdóm.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það voru 4 þingmenn SF sem ákváðu að hlífa sínu fólki og dæma Geir - það segir meira en mörg orð um þetta fólk.
Það þarf að fara yfir vinnubrögð tæru vinstri " velferðarstjórnarinnar " í icesvave - máli og hvernig þau tóku hagsmuni erlendra kröfuhafa fram yfir hagsmuni heimilanna.

Óðinn Þórisson, 23.5.2011 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband