Björn Valur næsti formaður Vinstri grænna?

Eðlilegt er að flestir landsmenn séu orðnir þreyttir og óhressir með hina tæru Vinstri stjórn þegat æðsta ráð Vinstri grænna treystir sér ekki til að lýsa yfir eindregnum stuðningi við ríkisstjórn Jóhönnu. Æsta ráðið treysti sé sem sagt ekki til að lýsa yfir eindregnum stuðningi. Það er athyglisvert þótt hljótt hafi farið í fjölmiðlum.

Nú er ýjað að því að Steingrímur J. ætli að láta af formannsembætti VG. Satt best að segja hef ég ekki mikla trú á því. Vinsur hans Castró á Kúbu var mun lengur foringi kommanna þar í landi. Það er einnig venja í norður Kóreu að þar sitji foringinn á valdastóli eins lengi og menn standa í lappirnir og jafnvel lengur. Hvers vegna ætti Steingrímur J. að hætta ?

Ef það gerist samt að Steingrímur J. ætli að hætta hlýtur bergmál hans sjálfs að taka við foringjaembættinu. Enginn þingmaður Vinstri grænni er eins þægur og undirgefinn foringja sínum og Björn Valur. Hann hefur varið hvað sem er hjá Steingrími J. Hann sá t.d. ekkert athugavert við að borga Bretum og Hollendingum nokkur hundrað milljarða að óþörfu vegna þess að Steingrímur J. sagði það rétt.

Björn Valur sér ekkert athugavert að siga erlendum Vogunarsjóðum á íslenskan almenning í stað þess að koma á móts v ið þjóðina. Það er Sjaldborgin sem VG stendur fyrir þ.e. um fjármagnseigendur og erlenda Vogunarsjóði.

Að sjálfsögðu mun Steingrímur J. láta æðsta ráð Vinstri grænna velja menn eins og Björn Val í foringjaembættioð taki hann ákvörðun um að stíga til hliðar. S teingrímur J. gæti á áfram stjórnað VG í gegnum Björn Val.

Hvernig dettur einhverjum í hug að Steingrímur J. fari að hleypa einhverri konu í æðsta embætti þessa karlrembuflokks sem VG er.

 

 

 


mbl.is Talið er að formannsslagur í VG sé hafinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það breytir engi hver tekur við af Steingími sem formaður VG. Þessi flokkur skrifaði dánarvottorð sitt þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð. Þá var freklega gengið gegn öllum loforðum flokksins og eftir það hefur forusta flokksins með fulltingi þingmanna hans, unnið allt gegn stefnu þessa flokks. Engu hefur verið líkara en sú ákvörðun hafi verið tekin strax við stjórnarmyndun að flokkurinn ætti einungis að lifa til næstu kosninga!

Því breytir engu hver tekur við, flokkurinn hefur steytt á skeri og bíður þess að renna af því og sökkva í sæ. Það væri hins vegar vel við hæfi ef Björn Valur stæði við stýrið þegar skútan sekkur endanlega. 

Gunnar Heiðarsson, 24.5.2011 kl. 18:03

2 identicon

Það er eðli rottanna að flýja sökkvandi skip, er það ekki það sem æðsta rottan í vg steingrímu júdas er að fara að gera.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 24.5.2011 kl. 18:49

3 Smámynd: Óskar Guðmundsson

WC skrifaði undir 3 egin dauðadóma, nefnilega "stjórn" með Samspillingu, svikin í IceSave og heigulsháttinn að búkka sig fyrir áhættusjóðunum og slá hring um RISA-Intrum (venjulega kallað "Bankarnir") og gefa þeim opið skotleyfi á íslensku þjóðina (sjá "ransóknarskýrslu fjálgmálaráðuneytisins")

Óskar Guðmundsson, 24.5.2011 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 828263

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband