Bíddú nú við, bjargar ekki Evran öllu?

Samfylkingin hefur nú um langt skeið boðað okkur að allur vandi þjóðarinnar væri leystur með upptöku Evrunnar. Allt verðlag myndi lækka með inngöngu í ESB og upptöku Evru. Verðbólga tilheyrði sögunni og verðtrygging lána mætti í næstu framtíð eingöngu lesa um í sagnfræðiritum.

Þessi frétt frá Grikklandi um að þeir gætu þurft að hækka með Evruna hlýtur að kollvarpa ýmsum kenningum Samfylkingarinnar. Gæðastimpillinn og lausn allra vandamála, sem Samfylkingin setur á ESB aðild hlýtur að vekja upp spurningar hvers vegna ESB og Evran gátu ekki bjargað Grikklandi.

Kannski kemur skýring Samfyllkingarinnar  á stöðunni að Grikkir eigi enga Jóhönnu og Össur, það væri eftir öðru hjá Samfylkingunni.


mbl.is Grikkir gætu þurft að hætta með evruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

skemmtilegur punktur í lokin hjá þér. ég hef alveg eftir hrunið sagt við sammælendur mína að krónan sé sú rétta við þessar aðstæður og reyndar allar aðstæður. krónan er ekki orsakavaldur eða "kerfið" eins og ég kalla það, heldur er það mannanna verk hvernig komið er fyrir okkur. eina sem við þurfum að gera er að gera það sem við erum að gera akkúrat núna þ.e. halda genginu tiltölulega lágu (það má samt alveg hækka pínu og halda jafnvægi) til að hressa upp á tekjur af útflutningi en það hefur verið stöðugur hagnaður útflutningstekna að ég held næstum alla mánuði eftir hrun. það segir allt sem segja þarf, skapa tekjur og afgang til að greiða niður skuldir okkar og halla og bara taka því rólega þetta kemur allt saman því þetta land okkar er mjög ríkt þá sérstaklega af duglegu fólki.

Þórarinn (IP-tala skráð) 26.5.2011 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband