Hvað hefðu Hörður og Hallgrímur gert?

Á sínum tíma stóð þeir Hörður Torfason,söngvari og Hallgrímur Helgason,skáld, fyrir miklum mótmælum hinni svokölluðu Búaáhaldabyltingu. Þeir félagar töldu ekki eftir sé að standa ískaldir í frosti og hríð til að berjast fyrir réttlætinu til hins bágstadda almennings á Íslandi. það tókst að lama Samfylkinguna þannig að hún gafst upp á að stjórna landinu á þeim tíma og hefur svo sem ekki gert það heldur núna.

En hvað? Er réttlætið orðið svo mikið og hefur hagur almennings batnað svo mikið að þessir baráttumenn alþýðunnar hafa sest í helgan stein og kyrja nú rímur sér til ánægju?

Er Skjaldborgin ujm íslensk heimili orðin svo sterk og mikil að þessir hugsuðir alþýðunnar slappa nú af og berja sér á brjóst að hafa bjargað íslenskum heimilum frá stjórn hins alræmda Sjálfstæðisflokks.

Skiptir það engu fyrir baráttujaxlana Hörð og Hallgrím að atvinnuleysi er viðvarandi,fleiri og fleir þurfa á aðstoð hinna ýmsu samtaka að halda, fleiri og fleiri nauðunggarsölur eiga sé stað en áður. Er þetta bara allt í sómanum vegna þess að tær Vinstri stjórn er við völd?

Finnst Herði og Hallgrími byltingarkörlum það allt í lagi að hin tæra vinstri stjórn hafi afhent erlendum vogunarsjóðum skotleyfi á íslenskan almenning?

Eðlilegt að maður spyrji hvað hefðu Hörður og Hallgrímur gert ef Sjálfstæðisflokkurinn væri við völd og ástandið væri eins og það er núna.

Hefðu þeir félagar farið fram úr sófanum og gháð til veðurs hvort rétt væri að bursta rykið af gömlu spjöldunum og hefja upp raust sína á Austurvelli. Íhaldskuldahrollurinn ætti að vera farinn úr þeim,þannig að þess vegna ættu þeir að geta mætt á Austurvöll.

Eða má  kannski frekar búast við því að þeir Hörður og Hallgrímur efni til gleðiuppákomu vegna hins frábæra árangurs sem hin tæra vinstri stjórn hefur fært íslenskum almenningi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband