Ásta Ragnheiður með bjöllukonsert í Hörpu?

Alþingismenn kvarta sáran undan því að traust á þeim sé lítið,sem ekkert meðal þjóðarinnar. Þingmenn draga upp þá mynd að starfið sé mikið og illa launað. Fólk geri sér enga grein fyrir hversu mikla vinnu þingmenn þurfi að leggja á sig.

Alveg er ég sannfærður um að þingmaður sem tekur starf sitt alvarlega verður að leggja á sig mikla vinnu. Auðvitað er það slæmt að þjóðin skuli ekki hafa traust á þingmönnum. þetta er eitt mikilvægasta starf sem til er í landinu. Þingmenn eru ekkert of sælir af sínum launum.

En, er eitthvað skrítið að þjóðin hafi lítið traust á þingmönnum. Hvernig er sú mynd sem almenningi birtist af starfi þingmanna. Nú síðast sást Ásta Ragnheiður,þingforseti, lemja bjölluna eins trommari í Rokkhljómsveit. Veslings þingmaður Framsóknarflokksins ætlaði nú bara að ræða um atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi. Taugaveiklun Samfylkingarinnar er orðin svo mikil að ekki má ræða málin.

Forystumenn ríkisstjórnarinnar fóru framá að ræða þyrfti kvótafrumvarpið á kvöldfundi. Gott og vel,en svo mæta Jóhanna og Steingrímur J. ekki. Ekki er þetta nú til að auka virðingu þingsins.

Mál málanna í dag að mati nokkurra þingmanna er að ræða bann við sölu tóbaks annars staðar en í Apótekjum. Ætli fólki sem hefur orðið fyrir atvinnumissi,kjaraskerðingu, verulegu fjárhagstjóni finnist þetta brýnasta mál sem þingið þurfi að ræða?

Ætli Alþingi að auka virðingu meðal þjóðarinnar verður það að sýna á sér aðra hlið og vinnubrögð, heldur en bjöllukonsert og skrípaleik.

Ásta Ragnheiður ætti frekar að snúa sér að því að halda bjöllukonsert í Hörpu, heldur en stunda það úr stól forseta Alþingis.


mbl.is Vildu fá Jóhönnu og Steingrím
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég ætla ekki að ræða um bjölluna en það er tvennt sem þarf að taka fram.  Annars vegar er allt í þessu fína að ræða um atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi, en ekki undir dagskrárliðnum athugasemdir við störf þingsins.  Þetta veit þingmaðurinn.  Hins vegar þegar þingforseti bað þingmanninn að víkja úr ræðustóli, átti hann að gera að, en kaus að gera það ekki.  Til hvers að hafa reglur um fundarsköp?

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 31.5.2011 kl. 12:12

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

H.T.Bjarnason, þú ættir kannski að skoða málið aðeins lengra aftur en bara það sem fréttastof RUV sýndi. Staðreyndin er að þingmaðurinn lagði fram fyrirspurn til ráðherra, svarið sem hann fékk til baka var vægast sagt til skammar. Ekkert heyrðist í bjöllu forseta þingsins þá.

Eina leið þingmannsins var að óska eftir umræðum um fundarstjórn forseta og það gerði hann. Þegar hann steig í ræðustól voru hans fyrstu orð að óska eftir við forseta að hann beytti sér fyrir því að ráðherrar væru málefnalegir í svörum sínum til þingheims. Næst óskaði hann eftir við forseta að endurskoðaður yrði sá tími sem þingmenn hefðu til umræðna um fyrirspurnir sínar til ráðherra.

Þarna var þingmaðurinn vissulega að ræða fundarstjórn forseta þingsins og eitthvað fór þetta fyrir brjóstið á forseta þingsins, því um leið og þingmaðurinn sagði eitt orð umfram þetta hófst bjölluslátturinn, reyndar er vandséð þegar horft er á þetta myndskeið frá upphafi, hvernig forseti gat séð að þingmaðurinn væri hættur að ræða fundarsköp og byrjaður að ræða önnur mál.  Auðvitað má segja að þingmenn eigi að stöðva sitt mál þegar bjallan glymur, en menn vilja kannski koma sínum málum fram.

Hversu mörg fordæmi eru fyrir því að forseti Alþingis vísi þingmanni úr ræðustól þekki ég ekki, en ekki man ég þó eftir slíkri uppákomu. Þetta er kannski framtíðin, að forseti þingsins vísi mönnum einfaldlega úr ræðustól ef hann telur þá vera komnir út fyrir það efni sem hann telur að eigi að ræða.

Það var magnað að horfa á hversu vel fréttastofa RUV gat ritskoðað þessa uppákomu. Samkvæmt þeirra útgáfu óskaði þingmaður eftir umræðum um fundarstjórn forseta en ræddi svo allt annað mál. Þeta er nokkuð langt frá sannleikanum þó þingmaðurinn hafi reyndar farið örlítið út fyrir það mál í lok síns máls.

Virðing Alþingis er engin. Uppákomur eins og þessi er ekki til að bæta hana. Það vill nefnilega svo til að Alþingi starfar í beinni útsendingu og getur hver sem vill fylgst með störfum þess heima í stofu. Þeir sem nenna því fá þá sannleikann allan, ekki bara það sem misvitrir fréttastjórar ákveða að matreiða í landann!

Gunnar Heiðarsson, 31.5.2011 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband