Siv boðar svartamarkaðsbrask á tóbaki.

Fram að þessu hef ég talið að Siv Framóknarþingmaður væri skynsamur og dulegur þingmaður. Eftir að hafa hlustað á útskýringar hennar á bann frumvarpi sínu í tóbaksmálum efast ég. Siv útskýrði að stefnt væri að því að selja eingöngu tóbak í apótekum og það sem mér fannst undarlegt eingöngu ef læknir gefur út lyfseðil til væntanlegs kaupanda tóbaks. Siv klikkti svo út með því aö segja að þeir sem fengju lyfseðil á tókak fengju að kaupa það á kostnaðarverði.

Það verður sem sagt blómatíð hjá þeim sem geta nælt sér í tóbaks lyfseðil hjá lækni. Ætli það verði þá ekki ansi auðveld leið fyrir marga að selja sígarettur á svartamarkaðnum. Hræddur er ég um að þetta kerfi verði ansi misnotað, sem Siv er að boða.

Hvað verður næst? Á að fara til læknis og fá lyfseðil fyrir bjórdós?  Margir misnota sælgæti og borða á sig óholla fitu. Verða gefnir út skömmtunarseðlar eða lyfseðlar á sælgæti.

Mér finnst gott að fá mér pylsu á Bæjarins bestu. 'Ætli maður verði að fá lyfseðil í framtíðinni til að neyta þeirrar óhollustu?

Einu sinni var Framsóknarflokkurinn talsmaður alls konar hafta og sækja þurfti leyfi fyrir öllu. Ég hélt að flokkurinn væri farinn af þeirri leið, en nei nú tekur Siv upp gamla merki flokksins,boð og bönn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Mótorhjól eru líka misnotuð - í þágu glæpasamtaka. Fyrir utan það auðvitað að valda ótöldum alvarlegum (dauða)slysum notenda þá eru hjólin hvort í senn óþolandi hávaðavaldar og útblástursmengandi fyrir þá sem ekki nota mótorhjól.

Ef Siv væri samkvæm sjálfri sér myndi hún leggja fram tillögu um að banna mótorhjól eða leyfa þau eingöngu samkvæmt "lyfseðli".

En nei, hún þeysir sjálf um á einu slíku.

Kolbrún Hilmars, 31.5.2011 kl. 17:35

2 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Svo á að banna neftóbak og verði af því þá kæmi það mér ekki á óvart að 90% þeirra sem taka í nefið færu að reykja ef þeir fá ekki gamla góða neftóbakið, ég velti því þá fyrir mér hver ávinningurinn er.

Ég hata þessa fyrirhyggjupólitík ég hélt að fyrir lægju nóg af brýnum verkefnum fyrir þingmenn og þingkonur að fást við.

Þórólfur Ingvarsson, 31.5.2011 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband