Þuklunarfrumvarp vinstri stjórnar vekur óhug.

Samkvæmt yfirlýsingum stjórnvalda er áfram gert ráð fyrir gjaldeyrishöftum.Nýlega var greint frá því að starfsfólk Seðlabankans hefur það hlutverk að skoða kortafærslur þeirra Íslendinga sem greiða með því á erlendri grundu. Margur fær hroll við þá tilhugsun að starffólk Seðlabankans geti fylgst með því hvaða þjónustu eða vörur menn eru að greiða fyrir. Reyndar er þetta atvinnuskapandi,kallar á feliri störf í Seðlabankanum. Minnir óneitanlega á njósnastarfsemi.

Samkvæmt fréttum um frumvarp er hert á öllu eftirliti. Eflaust þarf að setja reglur ætli menn að viðhalda gjaldeyrishöftum en er ekki of langt gengið t.d. um skil almennings á gladeyri þegar heim er komið.

Er það ekki nokkuð langt gengið að leita megi á Íslendingum sem er að koma heim úr sínu fríi hvort í vasanum leynist 10 Evra Seðill eða 20 dollara seðill. Ef við skilum þessu ekki getur þð valdið sektum eða fangelsisvist. Einnig skal skila smámynt þótt enginn banki taki við þeim. Eigum við að skila þeim beint til Steingríms J.

Jú,jú þetta er atvinnuskapandi. Fjölga þarf þuklurum á keflavíkurflugvelli,þannig að enginn sleppi í gegn með Evruseðil.

Er þetta nú ekki farið að minna einum of á stjórnarfarið á Kúbu eða gömlu kommaríkin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Minna á skrifar þú Sigurður, þetta er bölvað kommahiski sm stendur að þessu.

Þórólfur Ingvarsson, 31.5.2011 kl. 22:21

2 identicon

Þetta er jú einnig í boði Sjálfstæðisflokksins.  Hann var jú við stjórn þegar allar þessar reglur voru settar á sem nú á að lögfesta.  Það hefur jú alltaf verið skilaskylda á gjaldeyri.  Það á aðeins að stytta tímann.

Það er margt miklu verra í reglum Seðlabankans sem nú á að lögsetja en þetta.  Síðast samþykktu 56 þingmenn áframhaldandi gjaldeyrishöft og þá minntist ekki einn einasti þingmaður Sjálfstæðisflokksins eða aðrir úr stjórnarandstöðu á þetta.

Þá leyst þeim vel á skilaskylduna sem hefur verið alveg frá upphafi.  Hvað gerðist, fóru þeir allt í einu að lesa, svona eftir á?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 1.6.2011 kl. 02:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 828331

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband