Hvers vegna vill vinstri stjórnin rústa Vestmannaeyjum?

Að undanförnu hefur ástand mála í Vestmannaeyjum verið mjög uppá við. Atvinnuástand verið mjög gott. Fasteignaverð farið hækkandi. Íbúum hefur verið að fjölga. Menningarlífið staðið með blóma. Flottur árangur hjá íþróttafólki. Staða bæjarsjóðs mjög sterk. sem sagt flott ástand í Eyjum. Eyjamenn hafa sýnt samgöngumálum skilning og vonandi er brátt bjartara framundan í þeim málum.

Nú gæti maður ímyndað sér að stjórnvöld væru verulega ánægð með þessa þróun i Eyjum. Gott dæmi um sjávarútvegspláss á landsbyggðinni sem blómstrar. Nei, í hugum Samfylkingar og Vinstri grænna er þetta ekki gott. Svakalegt ef fyrirtæki blómstra og hugsanlega græða. Svakalegt ef íbúar í Eyjum hafa næga atvinnu og sæmilegt kaup. Það má ekki gerast.

Hvers vegna í óskupunum dettur ríkisstjórnin í hug að ráðast á byggðarlag eins og Vestmannaeyjar með fáránlegum aðgerðum í sjávarútvegsmálum, sem koma til að fækka störfum í Eyjum. Aðgerðir sem koma til með að skaða útgerð og fiskvinnslu. Maður spyr sig,hvers vegna má ekki byggðarlag eins og Vestmannaeyjar halda áfram að blómstra?


mbl.is Skerðing svarar til 150 starfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hvers konar endemis bull er eiginlega í gangi, finnst bloggritara að hann sé bara full sæmdur af svona þvættingi?

Hver er að ráðast á Vestmannaeyinga og hvar í umræddu frumvarpi er minnst á það byggðarlag? 

Hvernig geta útvegsmenn í Vestmannaeyjum reiknað út hvaða áhrif umrætt frumvarp hefur?

Varla auka þeir við hæð sína með svona bulli og þvættingi.

Eru það þá eftir allt saman útgerðir í þessu byggðarlagi sem standa svo illa að vígi að þær falla fyrstar ef þær þurfa að greiða gjald af aðgengi til auðlindarinnar?

Hvar eru forsendur til að reikna út hversu mikið er hægt að veiða á næstu árum - næsta ári?

Er búið að gefa út kvóta fyrir næsta ár ? nei.

Það er hverjum manni til háðungar að setja svona glórulaust bull á blað og nafn sitt við.

Er það ekki opinbert leyndarmál að leiga á einu kílói af þorski hefur komist upp í 300 kr. á frjálsum markaði?

Ekki er það leiguverð gefið út af sjávarútvegsráðherra.

Má spyrja: Hversu stór hluti af botnfiskafla Vestmannaeyinga er unninn í byggðarlaginu og skapar atvinnutekjur?

Hversu stór hluti er seldur úr landi í gámum óunninn?

Eigum við ekki að byrja á að skoða þetta og reikna svo og álykta út frá því?.

Árni Gunnarsson, 2.6.2011 kl. 18:38

2 identicon

Það skiptir engu andskotans máli hvort fiskurinn er fluttur óunninn eða ekki. Ef hann er unninn þá verður að ná sér í pólverja því það nenna engir íslendingar að vinna í fiski og það er staðreynd út um allt land. Vestmanneyingar eru flest allir sjómenn og það er málið.

Og þessi andskotans ríkistjórn á að láta þetta fólk í friði og hugsa um eitthvað þarfara en að rústa sjávarútveginum og bæta salt í sárin með ætla okkur inn í andskotans esb.

Óskar (IP-tala skráð) 2.6.2011 kl. 18:56

3 identicon

Þetta er ósvífinn áróður kvótagreifanna. Hver er kominn til með að segja hverjir fái úthlutað veiðiréttindum eftir útboð. Er virkilega útilokað að það geti orðið Vestmannaeyingar eða Norðfirðingar? Það munu nefnilega allir standa jafnt að vígi þegar ný lög taka gildi. Varðandi útflutning á "óunnum" fiski þá er það staðreynd, sem ekki verður hrakin, að mesta nettó verðmætið fæst fyrir hvert fiskkíló ef því er sleppt að frysta fiskinn eftir að hann hefur verið veiddur, hvort sem hann er frystur um borð í rándýrum frystitogara eða frystihúsi. Besti fiskurinn er að sjálfsögðu krókafiskur, þ.e. línu- og handfærafiskur. Evrópubúar líta nefnilega svo á - og það gera reyndar fleiri þjóðir - að matvara, sem hefur verið frysti, sé ekki lengur fyrsta flokks vara, heldur í besta falla þriðja flokks. Þar hefur lengi tíðkast að frysta það sem ekki selst strax, hvort sem um er að ræða fisk, kjöt eða aðrar matvörur, það segir viðskiptavininum að frosna varan sé ekki lengur fersk og því er hann ekki tilbúinn til að greiða jafn hátt verð fyrir hana og nýja og ferska vöru. Svo er löngu kominn tími til að skera á að sama fyrirtækið geti verið í veiðum og vinnslu. Þar eru hagsmunir fiskimanna líklega ekki minni en varðandi það að flytja fiskinn ferskan á markað.

Ellismellur (IP-tala skráð) 2.6.2011 kl. 19:33

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Rústa sjávarbyggðum? Er þá verið að flytja útgerð og fiskvinnslu til Egilsstaða? Eða á Hvolsvöll og Hveragerði?

Ég veit ekki til þess að neinn kvóti sé tengdur við Vestmannaeyjar. Ég held að handhafar kvótans séu fólk og fyrirtæki sem þurfa ekki að standa Vestmannaeyjabæ nein reikningsskil á því hverjum þeir selja sínar aflaheimildir.

Fiskurinn mun verða veiddur af bátum hér eftir sem hingað til og þessi breyting sem fyrirhuguð er í umræddu frumvarpi breytir þar engu um. 

En mikið væri ánægjulegt ef LÍÚ færi nú að beita sér fyrir því að fiskistofnar okkar væru nýttir af meira viti en nú er gert. LÍÚ á nefnilega meiri hluta stjórnar Hafró. Kannski er útgerðarmönnum ekki svo mikill akkur í að meira sé veitt en svo að leiguverð á kvóta haldist í núverandi horfi?

Gæti það hugsast?

Árni Gunnarsson, 2.6.2011 kl. 19:46

5 identicon

það er verið að rusta þjoðfelaginu i heild ljota hormungin að fa þessa vitleysinga i Alþingishusið

Runar Gudmundsson (IP-tala skráð) 2.6.2011 kl. 21:30

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þú ert bæði glöggur og málefnalegur Rúnar.

Árni Gunnarsson, 2.6.2011 kl. 21:58

7 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Með því að stoppa loðnuveiðar þá stækkar þorskstofninn. Loðnan er undirstaða alls bolfisks í hafinu kringum Ísland.

Guðlaugur Hermannsson, 2.6.2011 kl. 23:15

8 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Ég vil benda á Norðursjóinn, þar er engin bolfiskur fáanlegur í dag.

Guðlaugur Hermannsson, 2.6.2011 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband