Eiga menn eins og Björn Valur að sitja á Alþingi?

Virðing Alþingis er ekki mikil meðal þjóðarinnar. Auðvitað eru margar ástæður fyrir því að dregið hefur úr virðingunni. Oft á tíðum birtist furðuleg mynd af störfum þingsins til þjóðarinnar. Fjölmiðlar eru drjúgir við að sýna okkur skrípaleikinn en hinu er sleppt að oft er mikil samstaða um að leysa mál til heilla fyrir þjóðina.

Reyndar setja svo menn eins og Björn Valur Gíslason,þingmaður VG, mikinn blett á stétt þingmanna. Að hlusta á hans málflutning eða lesa skrif hans er þvílík lágkúra að sjaldgæft er.

Nú síðast leggst Björn Valur á svo lágt plan að væna Sjálfstæðismenn um að vilja engar bretingar á sjávarútvegsstefnu vegna framlaga útgerðarinnar til flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn er marg búinn að lýsa því yfir að hann vill breytingar á ýmsu í kvótakerfinu en er ekki tilbúinn að skrifa undir lög sem gera sjávarplássum mun erfiðara fyrir en nú er. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki tilbúinn að gera breytingar eingöngu bretinganna vegna. Hvaða vit er í að samþykkja breytingar sem enginn mælir með af þeim sem vinna við sjávarútveginn.

Björn Valur talar umk móðursýki vegna ákæru á hendur Geir H.Haarde. Frekar hefði Björn Valur og hans flokksfélagar átt að skammast sín fyrir pólitíksar ofsóknir á hendur eins manns heldur en gera lítið úr ákærunni. Birni Vali finnst allt í sómanum að leggja til að fyrrverandi forsætisráðherra verði einn látinn bera ábyrgð á hruninu og sæti fangelsisvist fyrir. Þessi ákæra á hendur Geir mikil skömm fyrir þá sem að henni stóðu. En það lýsir Birni Vali kannski best að hann skuli með upphrópunum reyna að verja þetta.

Margir hljóta að spyrja, á maður eins og Björn Valur erindi á Alþingi. Eitt er þó alveg ljóst að virðing Alþingis mun ekki aukast á meðan menn eins og Björn Valur sitja á Alþingi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála, ég held að hann sé versti þingmaður Íslandssögunnar, þú nefni nokkur dæmi hvers vegna en þau eru sko margfalt fleiri.

Björn (IP-tala skráð) 13.6.2011 kl. 18:10

2 Smámynd: Elle_

Nei, hann á ekkert erindi í stjórnmál. 

Elle_, 13.6.2011 kl. 19:09

3 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Án þess að bera í bætifláka fyrir Björn Val getur enginn slegið HALLDÓRI ÁSGRÍMSSYNI OG DAVIÐ ODDSSYNI við í að verða verstu þingmenn og ráðherrar Íslandssögunnar.

Engir hafa skaðað Ísland eins og þessri tveir menn. 

Varðandi kvótafrumvarpið og Sjálfstæðisflokkinn fer ekki milli mála hvers erinda forysta flokksins gengur. Má nánast heyra urrið í Kvótapúkans á Akureyri í farsímum þessa fólks í hvert skipti sem fiskveiði stjórnin er til umræðu.

Síðan hvenær hefur "Einokun" atvinnugreina verið stefna Sjálfstæðisflokksins? Rökleysa Sjálfstæðismanna í umræðunni um kvótafrumvörpin og í vörn fyrir núverandi kerfi verður svo hallærisleg þegar þetta fólk er að tala gegn eigin sannfæringu og grunn stefnu og hugmydafræði flokksins. 

 "Sjálfstæðisflokkurinn"Ég meina Sjálfstæðisflokkurinn á sína eigin sjávarútvegsstefnu. Hún gengur þvert á þetta einokunar kerfi sem nú er við líði og speglar grunn stefnu flokksins "frelsi einstaklingsins til athafna". 

Sóknarmark sem er "besta stjórntæki fiskveiða" er stefna okkar sjálfstæðismanna í stjórn fiskveiða. Við þurfum ekki á valdsjúkum gróðapung að halda til að stýra stefnu flokksins í svo veiga miklu máli. 

Ólafur Örn Jónsson, 13.6.2011 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband