Ballið að byrja á ný? Kaupaukar hjá fjármálafyrirtækjum.

Topparnir í fjármálafyrirtækjunum drógu upp þá mynd af sjálfum sér að þeir væru svo klárir og ómissandi starfsmenn að þeir þyrftu bónus greiðslur. Ekki talið í nokkrum krónum, ekki í milljónum heldur tugmilljóna eða hundruðum milljón og jafnvel í milljörðum. Allt þetta var ofaná ágætis laun að margir myndu telja. Allt var þetta réttlætt með gífurlegri ábyrgð.

Allir vita hvernig fór. Talað var ujm að við yrðum að læra af þessari dýrkeyptu reynslu. Úr vitleysunni átti að rísa nýtt og betra Ísland.

Nú berast fréttir að verið sé að skoða reglur um kaupaukakerfi í fjármálafyrirtækjum. Hvers vegna nægir fólki þar ekki góð laun?  Hvað með aðrar stéttir. Ekki tíðkast að borga kennaranum sérstakan bónus þótt hann mæti og vinni sína vinnu. Ekki tíðkast að borga starfsmanni í Hagkaup sérstakan bónus þótt hann hafi náð að selja óvenju margar skyrtur og boli yfir mánuðinn. Þannig mætti áfram telja upp starfshópa, sem þiggja sín laun og ætlast er til að vinnuframlagi sé skilað án þess að fyrir það fáist sérstakar kaupaukagreiðslur.

Það er hreint og beint óþarfi að ballið fari að byrja upp á nýtt í fjármálafyrirtækjunum með bónus greiðslur hjá toppunum. Gerist það mun vitleysan örugglega endurtaka sig og hið venjulega launafólk látið borga fyrir mistök þeirra sem sögðust bera svo mikla áb yrgð.


mbl.is Fjármálaeftirlitið skoðar reglur um kaupaukakerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

sammála þér Sigurður

Jón Snæbjörnsson, 14.6.2011 kl. 09:19

2 identicon

Spurning hvort almenningur tekur til sinna ráða einn daginn

Elvar Eyvindsson (IP-tala skráð) 14.6.2011 kl. 10:42

3 identicon

starfsmenn í Bónus fengu 30 þúsund krónur aukalega á mánuði fyrir góða mætingu, ég sem hélt að bónusinn fyrir að mæta í vinnuna væri yfir höfuð að halda henni.

valli (IP-tala skráð) 14.6.2011 kl. 17:54

4 identicon

Það er samt ótrúlegt hvað við búum í mein gölluðu bankakerfi, hvaða andskotans vandamál er að taka við innlánum og lána til þeirra sem þurfa með vöxtum og taka frá munninn á inn og útlánsvöxtum. Hvað lærir þetta fólk í háskólum andskotinn hafi það, sjálfur er ég vélstjóramenntaður en ég væri ekki að vinna sem vélstjóri ef ég gæti ekki neit. Einu sinni skemmdist hjá mér 300 þúsund króna dæla sem er ekki stór upphæð´hjá togaraútgerð h í kæruleysi sem að ég er ekki þekktur fyrir og ég hafði móral í 2  mánuði yfir því. þetta bankalið er búið að knéfella þjóðarbúið og skammast sín ekkert fyrir það. Hvað er í gangi

valgeir ásbjörnsson (IP-tala skráð) 14.6.2011 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 828286

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband