Írland,Ítalía,Grikkland,Portúgal og Spánn. Allt að hrynja. Davíð og Geir að kenna?

Samfylkingin og Vinstri grænir hafa lagt mikla áherslu á að reyna koma því inn hjá þjóðinni að efnhagshrunið á Íslandi væri Davíð Oddssyni fv.Seðlabankastjóra og Geir H.Haarde fv. forsætisráðherra að kenna. Reynt var að telja fólki trú um að hrunið og kreppan á Íslandi væri eingöngu hér.

Það vekuir því nokkra undrun að nú kemur Steingrímur J. og aðrir forystumenn Vinstri stjórnar fram og hafa miklar áhyggjur af efnahagsástandinu í mörgum löndum og telja það geta haft neikvæð áhrif á stöðu okkar.

Hvernig getur þetta eiginlega verið? Ekki eru Davíð og Geir að stjórna þessum ESB löndum, þar sem allt er að hrynja?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég er sammála þér að því leyti að sá meirihluti þjóðar okkar sem stóð að því að fjórfalda skuldir heimilanna á örfáum árum eigi að líta í eigin barm.

Nú sér maður að svipað gerðist í fleiri löndum svo sem í Ungverjalandi og ljóst er að í Grikklandi áttu gríðarleg spilling og ábyrgðarleysi, ekki aðeins hjá stjórnmálamönnum heldur víða í þjóðfélaginu, mesta sök á því hvernig komið er.

Hrunið speglast vel í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og þegar lengra og dýpra er skoðað má rekja meginástæðuna til trúboðs Reagans og Thatchers um dýrð og dásemd óhefts frelsis.

Hér á landi voru það fóstbræðurnir Davíð og Halldór Ásgrímsson sem stóðu fyrir einkavinavæðingu og helmingaskiptum á bönkunum, settu af stað gróðabólu taumlausra stóriðju- og virkjanaframkvæmda og uppsprengingar á húsnæðislánamarkaðnum sem leiddi af sér dæmalausustu þenslu Íslandssögunnar.

Geir var fjármálaráðherra og síðar forsætisráðherra í stjórn sem með aðgerðum sínum hélt uppi 30-40% hærra gengi krónunnar en nokkur innistæða var í raun fyrir.

Það brenglaði allt fjármálamat meirhluta þjóðarinnar sem skellti sér í trylltan dansinn kringum gullkálfinn.

Að mínu mati er það ekki Geir einn sem á að sitja uppi með allt saman fyrir Landsdómi og líklegt er að ekki verði frekar en í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hægt að gera Hrunið almennilega upp fyrr en eftir áratugi, því að þetta stendur okkur of nærri langt fram á þessa öld.  

Ómar Ragnarsson, 19.7.2011 kl. 20:17

2 Smámynd: Guðmundur Kristinn Þórðarson

Hvað er norræna- velferðarsjórnin að gera einkavæða Íslandsbanka,Arionbanka til vogunarsjóða hafði hún heimild til þess ?

Guðmundur Kristinn Þórðarson, 19.7.2011 kl. 22:21

3 Smámynd: Ómar Gíslason

Það er greinilegt að Davíð og Geir eru greinilega valdamestu menn heims!

En það voru bankarnir sem ýttu að fólki að taka frekar erlent lán en íslenskt sem er kolröng stefna. Því við verðum alltaf sjálf að gera upp hvað er hagstæðast hverju sinni án áhrifa frá bönkunum.  Því þeirra hugsun er að hagnast sem mest! Þegar okkar mynt var hvað sterkust þá á ekki að taka lán í erlendri mynt, þar sem það lán á eftir að hækka við veikingu myntarinnar.

Þetta var ekki bara hér á landi heldur víða í evrópu sem þetta ofvaxna spillta bankakerfi sem stendur nú á brauðfótum ber ábyrgð á ásamt þessum spilltu stjórnmálamönnum. Við eigum að taka þetta bankakerfi og skera það upp og aðskilja fjárfestingabanki og venjulega banka frá hvorum öðrum. Allt þetta tal um fagfjárfesta sem geta eignast einhver 40% til 45% í banka eins og var hér er í raun ávísun á spillingu og misnotkun á fé bankans. Auk þess á aldrei að kaupa hlutafé í fyrirtæki sem tveir eiga 45% í fyrirtækinu ef við skoðum laun stjórnarformannst og forstjóra slíkra fyrirtækja, þá eru laun þeirra á slíkum toga að það liggur við að árslaun verkamanns er mánaðarlaun þessara manna.

Ef við gerum upp hvað hefur verið best að fjárfesta í síðustu 10 ár frá 19. júlí 2001 til 19 júlí 2001 þá hefur gull únsan sexfaldast í verði (506% hækkun) hún var í 19/7/2001 $265 og stóð í 19/07/2011 $1605 http://www.kitco.com/charts/popup/au3650nyb_.html.

Ómar Gíslason, 19.7.2011 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 828273

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband