Borgarstjóri toppar eigin vitleysu. Vill afnema skólaskyldu.

Jón Gnarr,borgarstjóri,hefur margoft frá því hann tók við embættinu vakið athygli fyrir furðulegar yfirlýsingar. Næu hefur honum samt tekist rækilega að toppa eigin vitleysu. Jón Gnarr segist vilja afnema skólaskyldu.

Það eru furðuleg skilaboð sem borgarstjóri er að senda með þessum boðskap. Hvers konar þjóðfélag yrði það eiginlega ef börnum væri það bara frjálst hvort þau stunduðu skóla eða ekki. Það eru slæm skilaboð að það þurfi ekki að gilda ákveðnar reglur og öllum sé skylt að sækja skóla og ljúka ákveðnu námi.

Það eru fáránleg skilaboð frá borgarstjóra að menntun skipti ekki máli. Almennt held ég að skólastarf sé mjög gott á landinu og kennarar vinna mikið og gott starf þótt launin séu ekki í samræmi við ábyrgðina.

Það er hryllilegt að maður eins og Jón Gnarr skuli gegna einu ábyrgðarmesta starfi landsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Borgarstjórinn í Reykjavík er sér á parti. Enginn ágreiningur um það. En greina má á milli skólaskyldu og fræðsluskyldu. Í Danmörku er fyrra hugtakið til dæmis ekki notað, heldur hið síðara. Þá skyldu má uppfylla í almenningsskólum, einkaskólum og einnig - lögformlega séð - með viðurkenndri heimakennslu. Efasemdir mínar um opinbera skóla vaxa því miður með árunum, þar á meðal eftir nýjustu uppátæki á vegum meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur. Mikilvægt er að virða ákvörðunarrétt foreldra, sem vilja mennta börn sín vel en ekki endilega eftir hugmyndafræði hins opinbera kerfis.

Sigurður (IP-tala skráð) 23.8.2011 kl. 20:38

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Hinir svokölluðu einkaskólar á Íslandi virðast nú vera nafnið eitt og einhver hégómi því flestir eru þeir á opinberri framfærslu.....

Ómar Bjarki Smárason, 23.8.2011 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 828265

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband