Þingmaður VG telur vinstri stjórnina styrkjast við að ESB sinni gengur úr Framsókn

Einhver furðulegasti þingmaður sem setið hefur á Alþingi er Björn Valur Gíslason þingmaður VG. Það vantar ekki yfirlýsingagleðina hjá honum og oftar en ekki eys hann svívirðingum yfir andstæðinga sína.

Nú bregður svo við að Björn Valur fagnar með miklum tilþrifum að einn helsti ESB sinni á þingi er gengin úr Framsókn. Björn Valur telur þetta styrkja mjög málefnastöðu stjórnarinnar.

Það hefði nú einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar að Vinstri grænir fögnuðu því alveg sérstaklega að einn helsti talsmaður aðildar Íslands að ESB væri gengin til liðs við vinstri stjórnina.

Þetta sýnir svart á hvítu að þingmönnum VG er gjörsamlega sama um stefnu sína gegn aðild að ESB. Þeir fagna með látum og telja það styrkja mjög málefnastöðu Vinstri grænna að fá Guðmund Steingrímsson í sinn hóp. Guðmundur sagði eina helstu ástæðu sína að yfirgefa Framsókn að hann gæti ekki hugsað sér að flokkurinn færi í stjórn með Sjálfstæðisflokknum því þá yrði ekkert að aðild Íslands að ESB.

Þessu fagnar Björn Valur þingmaður VG alveg sérstaklega. Enn og aftur undirstrikast það að Vinstri grænir bera ábyrgð á því að við erum í aðlögun að ESB.

 


mbl.is Málefnastaða stjórnarinnar styrkist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband