Hvað gerir forsetinn fyrir Norðurlandameistarana?

Við Íslendingar fyllumst miklu stolti þegar við eignumst methafa, hvort sem það eru Evrópumeistarar,silfur á Olympíleikum, Bermudaskál í Bridge, nú eða Norðurlandameistarar. Einmitt hefur það farið frekar hljótt að við eigum tvo flotta Norðurlandameistara. Ég sá það í helgarblaði Frséttablaðsins að Jóhanna Sigurðardóttir á Norðurlandamet í málþófi. Hún talaði í 10 klukkustundir og 7 mínútur um húsnæðismál með tveimur fundarhléuum.

Norðurlandametið í samfelldri ræðu á Ögmundur Jónasson,en hann talaði í 6 klukkustundir og 2 mínútur.

Ég er undrandi á því að íþróttadeildir sjónvarpsstöðvanna hafi ekki fjallað ítarlega um þessi afrek Jóhönnu og Ögmundar. Það er stórkostlegt að eiga þessa methafa í málþófi.

Auðvitað á RUV að sýna þessar ræður í kvölddagskrá sinni. Hugsið ykkur hálftíma vikulega þætti með metræðu Jóhönnu. Hér væri komið sjónvarpsefni í hálft ár.

Hvers vegna í óskupunum hefur ÓLafur Ragnar,forseti,ekkert gert fyrir Jóhönnu og Ögmund. Hann sýnir þessu afreksfólki algjöra lítilsvirðingu. Auðvitað á hann að sæma þau orðu. Að geta haldið uppi málþófi í 6 klukkustundir samfellt og rúmar 10 klukkustundir með tveimur stuttum hléum er frábært afrek.

Auðvitað á að gera þessum málsþófsmethöfum hátt undri höfði. Að við skulum eiga Norðurlandameistara í málþófi er frábært. Mikið rosalega getur þjóðin verið stolt af Jóhönnu og Ögmundi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband