Álver eða flatkökur?

Þrátt fyrir marga fundi og fallegar yfirlýsingar gengur atvinnuuppbygging á Suðurnesjum hægt. Atvinnuleysi er mest á landinu á svæðínu. Supurnesjamenn hafa reynt mikið til að koma stórframkvæmd eins og álverinu í Helguvgík á fullt en gengið illa og reksit á harðan vegg hjá vinstri stjórninni.

Fyrir nokkru var haldinn fundur um stöðu mála í Garðinum. Kristján Möller sagði að hægt væri að koma málum á fulla ferð ef vilji væri til staðar. Formaður þingflokks Samfylkingarinnar, Oddný G.Harðardóttir, sagði að þótt álver væri ekki að  koma væri margt jákvætt að gerast. Nefndi hún sem dæmi flatkökugerð í Vogunum. Þótt flatkökur séu hinn besti matur dreg í efa að framleiðsla þeirra skapi 1500 manns atvinnu. Ég hef heldur ekki trú á að við getum flutt út flatkökur fyrir milljarða.

Til að eitthvað raunhæft gerist í málunum verður álverið að komast á fulla ferð.Flatkökur leysa ekki vandann.

Ef vilji er til staðar hjá stjórnvöldum er hægt að tryggja orku. Öll tilskilin leyfi liggja fyrir til að virkja í neðri hluta Þjórsár. Ríkið á Landsvirkjun og getur ákveðið að nýta orkuna til álversins í Helguvík.

Staðan er samt þannig að Guðfríður Lilja þingmaður hefur lýst yfir að ekki komi til greina að virkja í neðri hluta Þjórsár. Mörður Árnason Samfylkingunni óskaði norðlendingum til hamingju með að fá ekki álver. Við vitum hug hans. Meira að segja Björgvin G. Sigurðsson,fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis hefur lýst sig andvígan virkjun í neðri hluta Þjórsár. Það er því ekki að vænta stuðn ings frá Vinstri stjórninni.

En það er alveg á tæru að flatkökurnar einar og sér bjarga ekki atvinnumálunum,sveitarfélögum og íbúum Suðurnesja. Við þurfum á stórframkvæmd eins og álverinu að halda.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vaxa nokkuð fjallagrös á miðnesheiðinni?

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.10.2011 kl. 17:32

2 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Jú Rafn og það á að bjarga okkur eftir því sem ég kemst næst!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 28.10.2011 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband