Vegagerðin dregur úr öryggi á Reykjanesbrautinni. Hvar eru þongmennirnir?

Suðurnesjamenn stóðu þétt saman og börðust lengi fyrir tvöföldun Reykjanesbrautar. Vegagerðin var á móti og vildi 2plús 1 veg. Vegna baráttu fólksins á Suðurnesjum og samstöðu þingmanna tókst að gera Reykjanesbrautina að 2 plús 2 vegi. Umferðaröryggi hefur aukist mikið og dregið verulega úr slysum.

Suðurnesjamenn stóðu þétt saman í baráttunni fyrir að fá´lýsingu við Reykjanesbrautina. Þingmenn Kjördæmisins stóðu einnig allir samam í baráttunni. Vegagerðin dró lappirnar og taldi lýsingu óþarfa. Suðurnesjamenn höfðu sitt í gegn og brautin er upplýst. Það hefur örugglega aukið enn á öryggi brautarinnar.

Það er því með ólíkindum að nú skuli Vegagerðin hafa tekip þá ákvörðun að hafa eingöngu ljós á öðrum hvorum staur. Það verður mikil breyting til hins verra þegar skyggni verður slæmt í vetur eins og gerist æði oft.

Eyjamenn settu heilsíðu auglýsingu um týnda þingmenn Suðurkjördæmis vegna samgöngumála. Vonandi þurfum við á Suðurnesjum ekki að auglýsa. Þingmenn Suðurkjördæmis hljóta að taka fram fyrir hendur Vegargerðarinnar og stoppa þessa vitleysu. Við viljum hafa ljós á öllum staurum og auka þannig umferðaröryggið,


mbl.is Dimmir yfir Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þingmennirnir eru með öllu gagnslausir, ég man ekki eftir neinu af viti frá þeim.....................

Jóhann Elíasson, 1.11.2011 kl. 14:25

2 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Þetta er einfaldlega ekki rétt. Skoðaðu t.d. þessa skýrslu frá Vegagerðinni http://www.vegagerdin.is/vefur2.nsf/Files/Lysing_vega/$file/L%C3%BDsingPDF270502.pdf Vegir utan þéttbýlis eru almennt ekki upplýstir víða um heim enda engin þörf á því. Lýsingin eykur þvert á móti umferðarhraða. En fólk vill ekki hlusta þrátt fyrir sönnunargögn.

- Sævar

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 1.11.2011 kl. 14:46

3 identicon

Takk fyrir góðan pistil, Sigurður.

Sigurður (IP-tala skráð) 1.11.2011 kl. 14:59

4 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Fyrst gerðu suðurnesjamenn þau mistök að berjast fyrir lýsingu. Þegar svo kom í ljós að alvarlegum slysum fjölgaði eins og varað hafði verið við, þá notuðu suðurnesjamenn það sem rök fyrir því að tvöfalda veginn.

Undan þrýstingi lutu þeir sem vissu betur og peningum var sóað í 2+2 veg en vegriðum sleppt. Þetta er sorgarsaga. Engum dettur í hug að sleppa handriðum á svölum til þess að spara peninga.

Ef 2+1 leiðin hefði verið valin væri sennilega búið að aðgreina ekki bara akstursstefnur á Reykjanesbrautinni (þannig er það ekki í dag) heldur líka á Suðurlandsvegi alla leið til Selfoss.

Birgir Þór Bragason, 1.11.2011 kl. 15:17

5 identicon

Ætla sveitarstjórnarmenn og þingmenn kjördæmisins að þegja þunnu hljóði yfir þessu? Ég hef í það minnsta ekki heyrt að séð neitt frá þessum mönnum í allan dag varðandi þetta mál.

Árni Árnason (IP-tala skráð) 1.11.2011 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband