Hvernig getur þjóðin farið svona með Jóhönnu?

Jóhann Hauksson nýráðinn áróðursmeistari forsætisráðherra vekur athygli á því í Fréttatímanum í dag hversu illa þjóðijn hefur farið með Jóhönnu Sigurðardóttir. Búið er að skerða kjör Jóhönnu um 5,2 milljónir. Var það virkilega ætlun þjóðarinnar að láta Jóhönnu bera allan skaðann af hruninu. Það gengur ekki að fara svona illa með Jóhönnu. Hún hefur staðið frá morgni til kvölds í því að rétta hag heimilanna. Nú erum við svo lánsöm að búa við norræna velferð.Allir hafa það fínbt. Jóhanna hefur unnið hörðum höndum að því að bæta hag þeirra lægst launuðu,ellilífeyrisþega og öryrkja. Allir þessir hópar klappa fyrir Jóhönnu eða er það ekki?

Jóhanna hefur haft frumkvæði að því að rétta við skuldastöðu heimilanna, þannig að Hæstréttur hefur ekkert haft að gera eða er það ekki svo?

Hvernig getur þjóðinni dottið í hug að fara svona illa með Jóhönnu? Nú er mjög í tísku að efna til undirskriftasöfnunar. Jóhann Hauksson þarf að hrinda einni slíkri af stað. Borgum Jóhönnu til baka milljónirnar. Alveg er ég viss um að met þátttaka verður í þeirri söfnun. Þjóðin getur ekki horft aðgerðarlaus uppá það hvernig farið er með Jóhönnu. 


mbl.is Launin skert um 5,2 milljónir frá hruni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Þeim finnst greinilega allt í lagi að láta landann súpa dauðann úr skel svo lengi sem það er til fyrir launum þessara Ráðamanna...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 17.2.2012 kl. 13:57

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já aumingja konan bara með um eina millu á mánuði.  Hún getur auðvitað ekki skrimt af því eða hvað??? Ljótt að fara svona með gamlar konur, svona eins og við höfum gert eins og þjófurinn á götunni sem grípur veskið af þeirri gömlu og stingum af.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.2.2012 kl. 16:25

3 identicon

Já hún Jóhanna er engri lík. Eina sem ég hef séð hana gera í hennar stjórnartíð, var að gera það að lögum að geta sig gift. Hún var sú fyrsta til að nýta sér það. Með fullri virðingu fyrir öllum. Þá er þetta það eina sem stendur klárlega upp úr öllum hennar loforðum. Við sem eftir sitjum þurfum að ganga í gegnum skilnaði og fleiri snúnginga til að hafa í okkur og á. Þetta er klárlega "Noræn Velferðarstjórn".

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 17.2.2012 kl. 18:58

4 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Blessuð Krlingar Ræsknið,hún hefur fyrir maka að sjá og verður að afla viðurværis því makinn er dýr í rekstri.Ekki hefur hún bissuleifi eins og eg og getur ekki skotið sér Æðafugl í matin.En hún kann að vinna óheiðarlega fyrir launum sínum.Ólöf stripa sem bjó inn í Djúpi forðum át heldur sjálfdauðann Ref heldur en að stela frá öðrum..En það hefur Jóhanna Sigurðardóttir gert svo um munar,svo er hún svo ósvífin að segja þegnum þessa Lands að halda kjfti,þið þufið ekki hærri laun,það er ég sem er ræð,fari hún til he hel.....

Vilhjálmur Stefánsson, 17.2.2012 kl. 21:02

5 identicon

Sæll Sigurður 

Þetta segir nýja leigupeninn sem fékk heiður að vera málsvar getulausa ríkisstjórn steingrim & Co. það er ekki hægt að treysta hann , kallinn er nýlegur leigupenni...

Með kveðju.

iskam (IP-tala skráð) 17.2.2012 kl. 22:07

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Átti einhver von á öðru en leigupenna, þetta var gert algjörlega opinbert ráðin í klíkuskap. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.2.2012 kl. 02:05

7 identicon

Sæll.

Ég bíð enn eftir að yfirvöld geri eitthvað fyrir þá sem enn standa í skilum með sín lán. Af hverju má bara hjálpa þeim sem tóku of há lán? Af hverju alltaf sértækar aðgerðir? Af hverju má bara hjálpa sumum? Hvað er að því að rétta meirihlutanum, sem leggur mikið á sig til að standa í skilum, líka hjálparhönd?

Það er til ósköp einföld leið til að hjálpa fólki með sín útblásnu lán, í dag á sér auðvitað stað eignaupptaka - minn hlutur í minni eign minnkar á milli mánaða líkt og hlutur nánast allra annarra.

Fyrsta skrefið í þessari leið er að skera verulega niður í ríkisrekstrinum, leggja þarf niður margar opinberar stofnanir og of marga opinbera starfsmenn. Við erum með fimm sinnum fleiri þingmenn per íbúa en Norðurlöndin og þeir telja sig þurfa 77 aðstoðarmenn og svo þurfa ráðherrar líka aðstoðarmenn. Hvað kostar þessi della? Hið opinbera er að skipta sér að hlutum sem koma því ekkert við, Byggðastofnun er gott dæmi um þetta en fleiri má auðvitað tína til, gott væri einnig að leggja Seðlabankann niður í heild sinni. Segja þarf upp verulegum fjölda opinberra starfsmanna enda fjöldamörg opinber störf algerlega gagnslaus og á kostnað arðbærari starfa í einkageiranum.  

Næsta skref er að gefa öllum skattaafslátt, slíkt myndi auka tekjur einstaklinga og heimila og gera þeim unnt að t.d. borga inn á sín stökkbreyttu lán eða kaupa sér í matinn en það er erfitt fyrir marga í dag. Þá segja einhverjir að ríkið hafi ekki efni á að lækka skatta en þessu er í raun þveröfugt farið, ríkið hefur ekki efni á að hafa skatta svona háa enda sjáum við hve neikvæð áhrif þeir hafa á atvinnusköpun. Fjölmörg dæmi eru til um það að skattalækkanir hafi skilað tekjuauka fyrir hið opinbera en það er auðvitað of flókið fyrir núverandi valdhafa að skilja. Hin mikla tekjuþörf hins opinbera endurspeglar vel að það er alltof stórt um sig og sogar til sín of mikið af verðmætum samfélagsins á kostnað einkageirans og starfa þar.

Einnig þarf að skylda lánastofnanir til að setja allar eignir sem þær hafa leyst til sín á markað, verði á húsnæði, og leigu þá auðvitað líka, er haldið upp með óeðlilegum hætti en slíkt kemur auðvitað niður á almenningi. Fólk í dag þarf að borga af of háum lánum, húsnæðisverð rauk upp á tímabili vegna of mikils framboðs af peningum  og í dag er verði haldið uppi með því að takmarka framboð húsnæðis á markaðnum. Ef verðið fengi að lækka í markaðsverð myndi það hjálpa öllum og í raun neyða lánastofnanir til að afskrifa meira enda eiga þær að bera ábyrgð á sínum útlánum líkt og einstaklingar gera á sínum lánum. Ef íbúð sem er t.d. 85% veðsett í dag væri komin með 120% veðsetningu nokkrum mánuðum seinna eftir þegar markaðurinn hefur ákveðið verðið á henni þvingar fram aðgerðir. Markaðurinn á að ákveða fasteignaverð en ekki einhverjir starfsmenn lánastofnana.

@ÁCÞ: Ætli staða Jóhanns hafi verið auglýst frekar en þessar 77 aðstoðarmannastöður? Til hvers að hafa lög ef ekki á að fara eftir þeim? Af hverju gerir umboðsmaður alþingis ekkert í málinu? Þarf ekki bara að leggja það embætti niður og spara pening fyrst enginn oddur er í umboðsmanni? Hann stóð með bönkunum á árunum fyrir hrun (eftir því sem ég kemst næst) en fær samt að sitja óáreittur í sínum stól. Ég veit ekki til þess að núverandi umboðsmaður veiti hinu opinbera nokkurt aðhald og embættið því gagnslaust, öfugt við það sem var.

Helgi (IP-tala skráð) 18.2.2012 kl. 09:58

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Allgjörlega sammála þér Helgi, og staða Jóhanns Haukssonar var ekki auglýst  það kom fram í fréttum. Sammála þér líka með ofrisu opinberra starfssmanna, auðvitað ættum við að láta okkur nægja 33 alþingismenn miðað við stærð landsins.  Og svo öll hirðin sem þetta lið hefur safnað í kring um sig í ráð, nefndir og aðstoðarmenn sem eru bara klíkubræður og systur, ættingjar og vinir.  Þarna fer mörg krónan til spillis.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.2.2012 kl. 12:22

9 identicon

Einmitt ÁCÞ og í ljósi þess hve illa við erum stödd fjárhagslega er þetta alveg grátlegt. Ég held raunar að 23 þingmenn (frumtala) sé alveg nóg og enga aðstoðarmenn, hvorki fyrir ráðherra né þingmenn. Við höfum ekki efni á svona flottræfilshætti. Maður spyr einnig af hverju þingmenn og ráðherrar þurfa aðstoðarmenn? Er það til þess að láta útskýra atriði fyrir sér sem þingmenn eiga að vita? Ekki myndi mér detta í hug að taka að mér starf þar sem ég þyrfti einhvern til að matreiða ofan í mig út á hvað hlutirnir ganga. Hafa t.d. læknar, hjúkrunarfræðingar, kennarar og píparar aðstoðarmenn eða frían síma?

Við erum fjórða skuldugasta þjóð heims og því spyr maður hvers vegna í ósköpunum við áttum að fá dýr lán frá AGS þegar þeirra var ekki þörf? Hvað var Sf að pæla, ef eitthvað? Hvað borgum við í vexti á dag af þessari skuldasúpu allri? Er gjaldeyrisvarastjóður sem fenginn er að láni trúverðugur? Þessi gjaldeyrislán halda líka, ásamt gjaldeyrishöftunum, gengi krónunnar óeðlilega háu sem kostar útflutningsatvinnuvegina störf og þar með þjóðarbúið tekjur.

Ég heyrði Lilju Móses tala um það fyrir rúmu ári að árið 2011 borguðum við 74 milljarða, vona að ég fari rétt með, í vexti og afborgarnir af skuldum. Sú tala hefur pottþétt hækkað í ár. Einhver blaðamaðurinn ætti að kíkja í fjárlega frumvarpið og athuga þetta. Ef þetta er rétt erum við að borga yfir 200 milljónir á dag vegna skulda!! Er nema von að illa gangi hér?

Annars held ég, ÁCÞ, að víðlesinn bloggari eins og þú ættir að gefa þér tíma til að kíkja í þessar tölur allar og skrifa reglulega um þessi mál, halda þarf staðreyndum að fólki. Ég held að þú myndir hafa áhrif. Einnig má spyrja hvers vegna ekkert er gert fyrir venjulegt fólk sem leggur mikið á sig til að standa í skilum með sín húsnæðislán. Hvers vegna er bara sumum hjálpað? Í fjárlagafrumvarpinu má án efa finna ýmsar upplýsingar sem fær venjulegt fólk til að súpa hveljur. Hvað kosta aðstoðarmenn þingmanna og ráðherra á ári? Hver er heildarkostnaður okkar, með sporslum og launum, vegna okkar 63 þingmanna sem flestir gleyma fyrir hverja þeir vinna og skilja hvorki upp né niður í efnahagsmálum eða vandræðum venjulegs fólks?

Helgi (IP-tala skráð) 18.2.2012 kl. 13:01

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þakka traustið Helgi, málið er að ég er lítið fyrir grúsk og hef merkilegt nokk afar lítinn tíma, sérstaklega núna þegar fer í hönd sáning og priklun á sumarblómum.  En ég er alveg tilbúin að gera það sem ég get til að koma þessu til skila sérstaklega ef einhver upplýsir mig um þá hluti og hvar ég geti rékkað á þeim.  Bruðlið er mikið hjá pólitísku elítunni og það er örugglega rétt að það þarf ekki alla þessa aðstoðarmenn, því eins og fram hefur komið geta þeir kallað inn sérfræðinga sér til upplýsingar ef með þarf.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.2.2012 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 828300

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband