Smjörþefurinn af ESB?

Össur utanríkisráðherra hefur reynt að telja okkur trú um að það sé lítið að óttast varðandi fiskinn okkar þótt við göngum í ESB. Össur hefur sagt að ESB muni sýna okkur mikinn skilning og stuðning vegna okkar sésrtöðu hvað varðar fiskimiðin og nýtingu okkar á þeim. Við þurfum sko alls ekki að óttast ESB segir Össur.

Þrátt fyrir allan fagurgala Össurar fer nú eitthvað lítið fyrir skilningi og stuðningi ESB þegar kemur að makrílveiðum okkar Íslendinga. Það fer alveg framhjá okkur góðviljatalið hans Össurar.

Dettur svo mönnum virkilega í hug að þegar við værum komin í dfang ESB að fiskurijnn væri undir okkar stjórn. Halda menn virkilega að ESB léti okkur ráða fiskveiðistefnunni? Nei, afstaða ESB til makrílveiða okkar er bara smjörþefurinn af því sem koma skal takist Össuri og Samfylkingunni með dyggum stuðningi VG að troða okkur inní klúbbinn.


mbl.is Lögðu til 30% samdrátt í makrílveiðum 2012
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sigurður

Það er sjálfsagt og rétt að í aðildarviðræðum við ESB verðum við að standa vörð um fiskimiðin og nýtingu þeirra. Viðkvæmast er -eins og þú veist- að deila niður veiðum á fiskstofnum sem fara á milli fiskimiða hinna ýmsu þjóða í ESB og fara um alþjóðlegt hafsvæði. Þar reyna þjóðirnar að standa á sínu gagnvart öðrum þjóðum. Í stað þess að sá sterkasti geti hagað sér eins og hann vill og tekið allt sem hann vill - þá semja menn um sanngjarna laust. Í stað þess að fara í stríð og beyta ofríki vilja menn ná samningum. Það felur oftast í sér að allir þurfa að slá af ýtrustu kröfum. Eins og við gerum kröfu til samningafólks okkar að það standi í fæturna gera aðrir sömu kröfu til sinna samninganefnda.

Eins og við vitum þá gilda önnur sjónarmið um fiskistofna sem eru staðbundnir innan lögsögu ríkja. Þess vegna dettur mér í hug að Íslendingar stjórni fiskveiðum áfram líkt og nú er og um það verði samið við ESB. kv.

Kjartan Örn Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 18.2.2012 kl. 12:52

2 identicon

Sæll Sigurður jafnan; sem og aðrir gestir, þínir !

Kjartan Örn Sigurbjörnsson !

Fagurgali þinn; til ESB ofríkisins markast líklega af, stórri vanþekkingu þinni, um veiðar Englendinga og Þjóðverja; allt frá 14. og 15. öldum, sem og síðar, við Íslandsstrendur.

Svo og annarra ýmissa; á seinni öldum, jafnframt.

Evrópusambandinu; er ekki í NEINU treystandi Kjartan - líkt og Grikkir, sem aðrar Suður og Suð- Austur Evrópujóðir, innan þessa skriffinnsku sambands eru að finna, á eigin skinni, þessi misserin.

Norður Ameríkuríkið Ísland; hefir í rauninni öngvar ástæður, til frekari samninga, við Brussel ráðríkið, Kjartan Örn.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.2.2012 kl. 15:11

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ertu vestan sprungu, á Ameríkuflekanum, Óskar? Annars er ég sammála þér og Sigurði um fiskinn. ESB mun ekki taka hann af Íslendingum með neinum silkihönskum.  Eins og þeir nauðga Grikkjum nú, munu herraþjóðirnar gera það sama með gjaldþrotabú eins og Ísland. Herraþjóðunum þykir fiskur góður alveg eins og fyrr á öldum.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 18.2.2012 kl. 15:56

4 identicon

Sælir; á ný !

Vilhjálmur fornleifafrömuður !

Er; á sprungunni, reyndar. En; það gildir einu, við þurfum að halda Evrópu mönnum (ESB hluta þeirra), í sem hæfilegustu fjarlægð, Dr. Vilhjálmur.

Þar um; breytir öngvu - hlutlæg / sem huglæg vera okkar, í Norður- Ameríku, vitaskuld.

Með ekki síðri kveðjum - en þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.2.2012 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband