Flott að fá Hönnu Birnu í forystuna.

Ánægjulegt að Hanna Birna hefur tekið ákvörðun að stefna á fyrsta sætið í Reykjavík. Hanna Birna hefur sýnt það að hún er öflugur forystumaður. Hæun boðar ný og breytt vinnubrögð,einmitt það sem þjóðin vill sjá á Alþingi. Reykvíkingar og landsmenn allir munu fagna því að fá Hönnu Birnu sem forystumann og ráðherra í næstu ríkisstjórn.
mbl.is Hanna Birna stefnir á 1. sætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Bjarni Ben víkur af stalli fyrir Hönnu Birnu,hún er sá Foristumaður sem hinn almenni kjósandi Sjálfstæðisflokksins vill hafa sem Formann.Bjarni Ben er sá maður sem höndlar ekki að vera í Pólitík og ef menn vilja endilega hafa hann hrinur fylgi Flokksins.það þíðr ekki lengur að ota mönnum fram vegna ættartegsla..

Vilhjálmur Stefánsson, 14.9.2012 kl. 20:30

2 Smámynd: Óskar Sigurðsson

Hanna Birna hefur það sem þarf í dag og er tengd við raunveruleikan. Velkomin Hanna Birna

Óskar Sigurðsson, 14.9.2012 kl. 22:54

3 Smámynd: Gústaf Níelsson

Væri ekki nær að hún endurheimti borgina úr klóm Gnarristanna og sýndi sig sem leiðtoga, áður en hún fer á þing? Rishornið á Davíð Oddssyni var nú öllu brattara, áður en að hann yfirgaf borgina.

Gústaf Níelsson, 14.9.2012 kl. 23:41

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Persónan Hanna Birna er klár og vill vel, en flokkseigendur Sjálfstæðisflokksins hafa tangarhald á henni. Þar með er hún að bjóða sig fram í spillingar-hjólfara-stjórnsýslu. Það er sorglegt þegar gott fólk lendir í eldgömlum mútuklóm spillingarinnar siðlausu.

Hanna Birna ætti mikla möguleika, ef hún segði sig úr Sjálfstæðisflokks-klíkunni, og stæði á eigin traustu fótum. Grunnurinn í Sjálfstæðisflokknum er svo spilltur og rotinn, að ekki er rétt að byggja neitt trúverðugt né traust á þeim frímúrara-klíkugrunni.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.9.2012 kl. 09:00

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Anna, frekar er þessi umsögn þín vandræðaleg.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 15.9.2012 kl. 14:34

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Heimir L. Getur þú sagt mér hvers vegna þessi umsögn mín er vandræðaleg?

Það hjálpar mér mikið við að skilja hvað ég geri rangt, ef fólk bendir mér beinskeytt og hreinskilningslega, og með réttlætanlegum og sönnum rökum, á hvað er svona vandræðalega rangt í minni umsögn.

Heiðarlegt samfélag byggist á því að gagnrýna af heiðarleika og af skilyrðislausum náungakærleika, eins og sannkristnu samfélagi ber að gera. Eða er það ekki þannig?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.9.2012 kl. 23:05

7 identicon

Ég get ekki séð þessa miklu leiðtogahæfileika Hönnu Birnu. Hún fékk borgarstjórastólinn afhentan eftir mikinn ólgusjó í borginni, hver hefði ekki komið vel út úr því.

En hver er svo árangurinn??? hún tapaði kosningunum og hefur staðið sig hörmulega í minnihlutanum. Það hefur ekki heyrst í henni allt tímabilið. Síðan flýr hún borgina og á þá að vera eitthvað svar á landsvísu. Það held ég nú ekki. Ég hef aldrei heyrt hana tjá sig um efnahagsmál eða sjávarútveginn. Ég vil að Illugi Gunnarsson leiði flokkinn áfram í Reykjavík hann virkar traustur.

það vita allir að Kjartan Gunnarsson og Þór Sigfússon, forstjóri með meiru, eru mennirnir á bak við Hönnu Birnu. Það var þá hópurinn.

Sólrún (IP-tala skráð) 17.9.2012 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband