Hvað skal gera Sjálfstæðismenn?

Fram að Landsfundi Sjálfstæðisflokksins var fylgi við flokkinn frá 32% og allt uppí 40%. það leit út fyrir ágætis útkomu í kosningum og að flokkurinn gæti bætt við sig allt að 10 þingmönnum. Nú er fylgið í frjálsu falli. Með sama áframhaldi verður Framsóknarflokkurinn stærsti flokkur landsins. Ætlum við virkilega að horfa á Sjálfstæðisflokkinn fá sína verstu útkomu í sögunni. það styttist í það með sama áframhaldi.

Mistök Bjarna og forystunnar í Icesave verður flokknum dýrkeypt. Öfgaskoðanir í ESB eru ekki til framdráttar. Fuðurlegt að loka á sáttatillögu,sem bæði fylgjendur ESB og andstæðingar gátu sætt sig við. Flokknum hefur ekki tekist að ná eyrum kjósenda með kjörorð sitt Í þágu heimilanna. Það hefur heldur ekki tekist að ná til kjósenda með skattalækkunartillögur.

Reyndar kemur manni þetta ekki á óvart. Það er sama hvaða fólk maður hittir,hvort sem það er rótgróið Sjálfstæðisfólk eða ekki. Fólk vill ekki Bjarna Benediktsson sem formann. Væri Hanna Birna Kristjánsdóttir formaður og helsti talsmaður flokksins væri staðan allt önnur. Hanna Birna nær til fólksins.

Nú bendir maður á að Bjarni sé ekki flokkurinn. Margt sé af flottu fólki sem verða góðir fulltrúar á Alþingi.Maður spyr hvort fólk vilji áfram tryggja Vinstri flokkunum völdin með Framsókn innanborðs. Því miður nær maður ekki til kjósenda. Kjósendur vilja sjá Hönnu Birnu leiða flokkinn.

Vandi Sjálfstæðisflokksins er mikill. Eitthvað verður að gera a' öðrum kosdti verður flokkurinn áhrifalítill í stjórnarandstöðu. Skelfileg tilhugsun.


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks dalar áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ha ha ha þið grafið ykkar egin gröf með Bjarna.

Sigurður Haraldsson, 13.3.2013 kl. 18:34

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Held að vandamálið sé ekki Bjarni.Það sem þorri þjóðarinnar vill er að eitthvað sé gert fyrir heimilin í landinu og afnám verðtryggingar.Þið verðið að breyta um stefnu í þeim málum.Og að sjálfsögðu að standa við það þegar komið er á þing.

Jósef Smári Ásmundsson, 13.3.2013 kl. 20:10

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Jósef þú hittir á ástæðuna fyrir fylgishruni (S), formannsefni flokksins skiptir ekki miklu máli.

Hrokinn var svo mikill á Landsfundi (S) að þeir héldu að þeir væru komnir í örugga höfn og komnir í Ríkisstjórn eftir kosningarnar í vor.

Hver var hrokinn?

Jú að flokkurinn þyrfti ekkert að gera fyrir heimilin, auðmanna elítan var meira áhugamál Landsfundarmanna.

Landsfundur (S) missti alveg að fíla/telja þjóðarpúlsinn, og það voru ekki nema tvö slög sem þau þurftu að telja.

1. Setja í stefnuskrá að ef (S) yrði í næstu Ríkisstjórn þá færi ESB ferlið í bindandi þjóðaratkvæðisgreiðslu ekki seinna en október 2013.

2. Afnema verðtrygginguna ekki seinna en 31. desember 2013 og bjarga því sem bjargað verður það sem eftir er af rústum heimilunum.

Þessi tvö málefni ákvað Landsfundur (S) að hunsa með setja upp kanski stefnu í báðum þessum málaflokkum.

Sjálfstæðismenn sem mættu á Landsfund (S) þið megið kenna sjálfum ykkar um hvernig fylgið er að fara og þið uppskerið sem þið sáið.

Velkominn í stjórnarandstöðu næstu 4 ár.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 13.3.2013 kl. 20:29

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jamm. Sumir skilja hvorki upp né niður í þessu tapi.

En kaupmáttarsvikinn verkalýðurinn til margra ártuga, og heiðarlega rekin og svikin fyrirtæki, hljóta að skilja þetta langþráða tap Sjálftökuflokksins gjörspillta.

Almættið hjálpi þeim sem ætla að feta í fótspor meistara hrunsins, í nýju flokkunum!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.3.2013 kl. 22:43

5 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Ég sem Sjálfstæðismaður hef alltaf sagt að Bjarni Ben er ekki sá Leiðtogi Flokksins sem er traustsins verður og er ekki sá Stjórnmálamaður sem er hægt að treysta.Bjarni Ben verður að virða það við þá kjósendur sem ætluðu að kjósa Flokkinn en vilja það ekki vegna þess að Bjarni Ben er Formaður Flokksins......

Vilhjálmur Stefánsson, 13.3.2013 kl. 23:25

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Þetta er þvæla Vilhjálmur.

Það sem gerðist á Landsfundi (S) er ástæða fyrir fylgishruni Sjálfstæðisflokksins, en ekki hver er formaður.

Skiptir engu máli hvort Hanna Birna eða Bjarni Ben er formaður með stefnu sem kom frá flokknum eftir Landsfundinn.

Kanski ætti ég að endurtaka þetta einu sinni enn, nei sleppi því margir (S) menn er í einhverri afneitun og vilja ekki skilja af hverju fylgishrunið er.

Kveðja frá Houston

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 13.3.2013 kl. 23:39

7 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Ályktanir síðasta Landsfundar sviptu flokkinn einfaldlega öllum trúverðugleika sínum. Hann var búinn að störggla við að halda trúverðugleika flokksins og Bjarna og hefði tekist það ef flokkurinn einfaldlega hefði haldí í hefðbundin gildi flokksins um varkrára íhaldsstefnu, uppbyggingu atvinnulífs og vestræna samvinnu. Þá hefðu aðrir veikleikar eins og viðskitpasaga Bjarna, Illugu, og Guðlaugs Þórs ekki dugað til að missa fylgi. — EN með hreinlega fasistalegum og öfgafullum ályktunum og umræðu Landsfundarins missti allt annað sem flokkurinn ber fram og stendur fyrir trúverðugleika líka.

Helgi Jóhann Hauksson, 14.3.2013 kl. 02:26

8 identicon

Það er óskaplegt að sjá hverning hefur í raun farið fyrir flokknum frá 2002 þegar menn fóru út af sporinu og enduðu 18 ára valdaferil sinn í ársbyrjun 2009 eftir efnahagslegt og siðferðilegt hrun sem hæglega getur kostað íslenska þjóð sjálfstæðið. Trúverðugleikinn er lítill sem enginn enda málflutningurinn augljóst lýðskrum. Skattalækknir og aðstoð við skulduga án þess að koma með neina vitræna átætlun hverninga á að skera niður ríkisútgjöld eða auka á þjóðartekjur er ekkert annað en lýðskrum og flokkurinn er í höndunum á íslenskum "rednecks" og "Hillbillum". Merkilegt sem það nú er er Sjálfstæðisflokkurinn orðinn að viðundri meðal hægriflokka á Evrópu og ég tala ekki um Bandaríkin þar sem hann er í vinstri hlið Demokrata. Jók ríkisútgjöld um 1/3 á innan við 10 árum fram að hruni og fjölgaði opinberum starfsmönnum um 25% á sama tíma og raunar jók skattheimtu á almenning til viðbótar byggðu menn upp íbúðarlánasjóð þar sem ríkið (þeas skattgreiðendur) bera ábyrgð á næstum 1000 miljörðum og fylgir landbúnaðarstefnu fyrrum ráðstjórnarríkjanna án samyrkjubúa.

Flokkurinn er orðið lítið annað en hagsmunagæsluflokkur fyrir útgerðaraðalinn og er ekki með neinar alvöru lausnir á vandamálum þjóðarinnar. Er ekki aðal málið að hindra kvótagjald þegar sömu útgerðarfyrirtæki, raunar er Samherji með yfir 70% af starfseminni í ESB og greiðir kvótagjald m.a. við Færeyjar til að veiða makríl.

Efnahagsleg framtíð þjóðarinnar á bak við gjaldeyrishöft eða sveiflukennt og lágt gengi er augljóslega ávísun á minnkaðar þjóðartekjur. Þegar forstjórar skuldlausra og glæstustu fyrirtækja í útflutningsgreinum virðast vera búnir að fá nóg af Íslandi og séríslenskum lausnum. Persónulega hef ég látið vera að kjósa í síðustu kosningum og kem ekki til að kjósa í þessum.

Ragnar (IP-tala skráð) 14.3.2013 kl. 03:02

9 identicon

Fylgishrun Sjálfstæðisflokksins virðist staðreynd. Núna höfðar hann til kjósenda Framsóknarflokksins enda líkist hann orðið Framsóknarlokki Sigmundar. og hvað ætla menn að gera eftir kosningar? Ný "Helmingaskiptastjórn" undir forsæti Framsóknar?

Væntanlega mun næsta stjórn þurfa að mæta auknu atvinnuleysi og samdrætti og með minnkaðar skattekjur og skuldahala þurfa að skera niður ríkisútgjöld enda ekki lánsfé í boði. Klárlega verður flokknum kennt um að hafa drepið samingaferlið við ESB sérstaklega ef islensk viðskiptalíf verður dæmt á krónuna og gjaldeyrishöft. Hvað ef? ... enda er einhliða hægt að slíta viðræðum en ekki einhliða hægt að fresta þeim. Eru ekki næst frægustu ummæli Geirs H. Haarde  "...Maybe we should have.."?  Þessi draugur gæti orðið þrálátur og þess vegna hafa menn farið það að sjá hvað hefur komið út úr viðræðum áður en þeim er slitið. Kanski óttast menn val þjóðarinnar þegar þar að kemur.  Ég held ekki að formaðurinn skipti meginmáli enda get ég ekki greint sérstakan áherslumun á milli varaformanns og formanns.

Það verður engin miskunn hjá komandi stjórnarandstöðu og verkalýðshreifingin fer að brýna hnífanna og viðbúið að verðbólgudraugurinn nái sér á strik þanning að það verður ekki lygn sjór sem verður sigldur.

Ragnar (IP-tala skráð) 14.3.2013 kl. 03:30

10 Smámynd: K.H.S.

Hér eru Samfóaular að krunka og freta um það sem þeir hafa ekki vit á að venju.

Landsfundurinn kemur þessu ekkert við , enda engar fréttir  af honum á lausu  nema ritataðar hjá Óðinsvéum sem enginn tekur mark á .

Bjarni er búinn að gera í buxurnar oftar en þrisvar.

ESB sinni

Icesave drusla

Útrásaraumingi

Stjórnlagakosninga asnagikkur og auli . Eyðilagði mótmæli þeirra sem ekki tóku þátt.

Illugi fylgir fast á eftir.

ESB sinni 

Kúlukall og útrásartækifærissinni

Þorgerður Katrín gerði uppá bak, en sá sig tilneydda að hverfa frá og mun síðar birtast hjá Samfó eins og Ellert herbergislausi.

Út með þetta fólk og þá má spá.

K.H.S., 14.3.2013 kl. 07:42

11 Smámynd: K.H.S.

Svo má rifja upp að stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hélt velli með eins þingsmanns meirihluta eftir næstsíðustu kosningar, en Geir lét Þorgerði Katrínu plata sig til stjórnarsamstarfs  með helstu óvininum flokksins undir stjórn  Ingibjargar  Sólrúnar . Svik við Framsókn þá, eiga eftir að koma í koll nú og síðar. Eins þingmanns meirihluti  var vel í lag.

Ef forsætið er sterkt, þá dugar eitt atkvæði eins og Jóhanna hefur marg sýnt fram á.

K.H.S., 14.3.2013 kl. 08:46

12 identicon

Einnig má benda á þó óþægilegt sé, að Bjarni er svo  aulalegur í framkomu , að það eina sem manni fynnst vanta er Drullupollur fata og spaði.

Karl Jónsson (IP-tala skráð) 14.3.2013 kl. 09:35

13 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sumir vilja kenna formanninum um en aðrir landsfundi. Það er vissulega rétt að formanninum tókst ekki að ná því fylgi sem þessi flokkur ætti að hafa, eftir fjögurra ára samfelda hörmung vinstristjórnar. En honum tókst að halda í horfinu og skömmu fyrir landsfund virtist sem hann væri að ná einhverjum árangri.

Það var hins vegar í kjölfar landsfundar sem fylgið fór að dvína verulega og nú, þegar þingmenn og frambjóðendur flokksins hamast við að boða þá stefnu sem þar var mörkuð, hrynur fylgið sem aldrei fyrr. 

Því er augljóst hvert skuli leita ástæðna fyrir þessu fylgishrapi flokksins. Til landsfundar.

Er það vegna ákveðinnar stefnu í að láta þjóðina ákveða örlög ESB umsóknar, eða er það vegna stefnu eða stefnuleysis flokksins í málefnum skuldugra heimila landsins?

Sá flokkur sem er á mestu flugi þessa stundina í skoðanakönnunum er Framsóknarflokkur. Stefna þessara flokka er nánast eins í ESB málinu, en hins vegar eru þessir flokkar á öndverðum meiði um hvernig skuli ráðist gegn skuldavanda heimila.

Liggur þá ekki ástæða fylgistapsins ljós fyrir?

Vandi Sjálfstæðisflokks er mikill. Þingmenn og frambjóðendur flokksins verða að fylgja þeirri stefnu sem landsfundur markaði, a.m.k. fram yfir kosningar.

Sú stefna hugnast ekki kjósendum!

Verið getur að persónufylgi Hönnu Birnu sé meira en Bjarna, en það breytir engu um stefnu flokksins. Hún er mörkuð á landsfundi og eftir henni verða allir þeir sem vinna fyrir flokkinn að fara, hvað sem þeir heita og hvers kyns sem þeir eru. 

Gunnar Heiðarsson, 14.3.2013 kl. 10:17

14 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Gunnar kemur með ágætis röksemdafærslu.Sigurður þú verður held ég að hverfa til nútímans til að átta þig á að persónudyrkun og ásýnd flokks gildir ekki í dag þegar á að ná til fjöldans heldur er fólk farið að hugsa örlítið sjálft og skoða hvað flokkarnir hafa fram að færa ,og eins efndir.Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið þetta stór vegna þess að hann hefur boðið sig fram sem flokkur allra stétta.Þegar hann stendur ekki við það en hyglir fjármagnseigendum er eðlilegt að fylgið hrynji af honum.Þetta er í raun flokkur margra flokka.En ef hann fær ekki meira fylgi en 27% í kosningunum er ekki eðlilegt að hann fari í stjórn eftir kosningar.þeir sem verða tilnefndir þar miðað við að fylgi skoðannakanna haldi eru Framsóknarflokkur og Björt framtíð.Þessir flokkar þurfa að taka einhverja hækju með sér til að hafa meirihluta.Held að fáir óski eftir þessari niðurstöðu.Stefnir í stjórnarkreppu eða menn hafi vit og gæfu til að mynda utanþingsstjórn eftir kosningar.

Jósef Smári Ásmundsson, 14.3.2013 kl. 11:27

15 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Það þarf ekki annað en að lesa það sem K.H.S. segir hér og þá sérstaklega hvernig hann segir það, til að skilja hversvegna Sjálfstæðisflokkurinn hefur engann trúverðuleika lengur.

Helgi Jóhann Hauksson, 14.3.2013 kl. 18:09

16 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Þetta hefur minnst með Bjarna að gera, þó slakur sé og hefði betur tapað fyrir HB í formannskosningu. Það kom bara í ljós á aðalfundinum hverjir stjórna flokknum í raun. Hugsandi fólk sér náttúrlega hvers konar ruslflokkur þetta er orðinn og yfirgefur hann í hrönnum.

Haraldur Rafn Ingvason, 14.3.2013 kl. 18:46

17 identicon

Til að losna við Bjarna þá verðum við að kjósa annan flokk.

Ef Sjálfstæðisflokkurinn fer í ríkisstjón með BB sem formann þá verður hann formaður alla vega næstu fjögur árin.

Þeir sem vilja það kjósa X-D þeir sem vilja skipta um formann kjósa EKKI X-D

Jóhann Ólafson (IP-tala skráð) 14.3.2013 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 828265

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband