Hvað gera Bjarni og Halldór

Það lítur út fyrir að kjörseðillinn stækki með viku hverri. Mikill áhugi er hjá mörgum að smíða saman framboðslista og bjóða fram. Með sama áframhaldi verður að úbúa nýja kjörkassa eigi að vera hægt að stinga stóru seðlunum í þá.

Hér í Suðurkjördæmi ber svo við að tveir gamalkunnir stjórnmálaskörungar ætla að reyna fyrir sér.

Séra Halldór í Holti hefur yfirgefið Sjálfstæðisflokkinn eftir áratuga veru þar. Halldór berst fyrir hagsmunum heimilanna og telur að Landfundur Sjálfstæðisflokksins hafi ekki tekið á þeim málum.Þá hefur það komiðm skýr fram að Halldór telur Bjarna ekki heppilegan formann. Spurning hvaða fólk Halldór fær með sér.það veltur á því hvort hann nær árangri.

Bjarni Harðarson bóksali og fyrrverandi þingmaður er vinsæll maður. Í síðustu kosningum gerði hann þau mistök að ganga til liðsm við VG. Bjarni hélt að eitthvað væri ð marka loforð Steingríms J. og félaga um andstöðu við ESB. Auðbitað sveik VG þau loforð. Vinstri grænir mega þó eiga það núna að þeir eru ekki lengur á móti ESB. þeir vilja ganga áfram með Samfylkingunni aðlögunarferlið í ESB.

Bjarni mun örugglega ná góðum árangri í kosningunum. Spurning hvort það verður aðallega á kostnað Framsóknarmanna eða kannski bara allra gömlu flokkanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það virðist ætla að verða meira framboð af frambjóðendum en kjósendum! Ef sama þróun heldur áfram verða kosningarnar nánast formsatriði, þar sem flestir kjósendur verða búnir að rita sitt nafn við eitthvert framboð.

Er þetta hið nýja Ísland ?

Gunnar Heiðarsson, 14.3.2013 kl. 12:10

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Séra Halldór í Holti er fyrir margt ágætur maður, en sjálf síns máls snobbari og alveg örlaga þrasari lúti menn ekki máli hans. 

Hann er ein af þessum mönnum sem alltaf rekast illa í flokki, hver sem sá félagsskapur er, fái hann ekki ráðið. 

Það er athygli vert að nú um mundir er offramboð af svona fólki sem ekki getur unnið með öðrum og þarf því að stofna flokka um sjálft sig.  

Innan hins svo kallaða fjórflokks er vít rými til hægri og vinstri, þannig að þeir sem finna sér ekki starfsflöt  þar á meðal eru þar með bara hrifnari af sjálfum sér en svo að þeir geti unnið með öðrum.   

Hrólfur Þ Hraundal, 14.3.2013 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 828343

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband