Guðmundur og Róbert á fullu að sauma Nýju fötin keisarans

Allir kannast við hina sígildu sögu um Nýju fötin keisarans. Það var auðvelt fyrir klæðskerann að fá fólk til að trúa að hann væri að sauma föt úr fínustu efnum handa keisaranum. Enginn vildi viðurkenna að hann sá ekki nein falleg efni,þar til litli strákurinn kallaði og benti á að keisarinn stæði alls nakinn.

Mörgum hefur örugglega dottið í hug þessi saga þegar hlustað er á Guðmund Steingrímsson og Róbert Marshall hjá Bjartri framtíð. Þeir félagar hamast nú og hamast við að sauma fallegan búning á Bjarta framtíð. Telja okkur trú um að nýtt og glæsilegt efni sé á ferðinni. Báðir þessir menn hafa dvalið í faðmi gömlu stjórnmálaflokkanna,sem þeir segja nú ómögulega. það verði að sauma úr nýju efni.

Það er því miður með saumaskap þeirra félaga að þar er hvorki um nýtt eða gamalt efni að ræða. Eins og í sögunni eru þeir að sauma úr engu. Kjósendur koma til með að sjá að þeir standa gjörsamlega naktir. það er ekkrt innihald í öllu orðagjálfrinu um gæði þess efnis sem þeir sauma úr. Það er ekkert efni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er Róbert búinn að stilla sig inná rétt tímabelti

Er hann enn í ástarsambandi við kæra Jón

Er Scramarinn með herbergi eins og Ellert frændi fékk aldrei.

Var  Bjorgvin afi alltaf í Melka eins og verkalíðsforingjarnir.

Búi (IP-tala skráð) 14.3.2013 kl. 14:27

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sæll Sigurður.

Bendi þér á að Framsóknarflokkurinn hefur nánast sömu stefnu í ESB málum og samþykkt var á Landsfundi Sjálfsstæðisflokksins.

Það er að vilja ekki að svokölluð Evrópustofa fái að reka hér ótakmarkaðan áróður.

Að stöðva ESB viðræðurnar og láta síðan kjósa um framhaldið.

Þarna er aðeins bitamunur en ekki fjár.

Það er samt fyrst og fremst Framsókn sem er að græða á þessu fylgistapi Sjálfsstæðisflokksins.

Þið Sjálfsstæðismenn eigið alls ekki að þurfa að skammast ykkar fyrir stefnu ykkar í ESB málinu. Það er annarsstaðar þar sem að þið þurfið að leita !

Gunnlaugur I., 15.3.2013 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband