29.8.2013 | 00:37
Er ekki allt í lagi Kristján Þór?
Hvernig getur heilbrigðisráðherra dottið í hug að loka skurðstofunni á Sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum.Ég hef haft mikla trú á Kristjáni Þór Júlíussyni. Á landsfundum Sjálfstæðisflokksins hef ég stutt hann í forystuhlutverkin sem hann hefur leitað eftir. Ég hélt að Kristján Þór skyldi manna best þörf landsbyggðarinnar til að hafa góða og örugga þjónustu. Sérstaða Vestmannaeyja er mikil. Eins og við þekkjum til er ekki alltaf flugfært til Eyja. Það er ansi löng leið að eiga að keyra með sjúkling frá Landeyjahöfn. Reyndar er ekki öruggt að það sé alltaf fært að sigla þangað eins og dæmin sanna.
Um 60 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun að flugvöllurinn verð áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Helstu rökin í þeim efnum er nálægðin við sjúkrahús. Fullyrt er að það hafi bjargað mörgum mannslífum.
En hvað með Vestmannaeyjar? Það er svo fáránlegt að ætla að skerða þjónustuna svona og með því að skapa óvissu og hættuástand. Það er grundvallaratriði fyrir samfélag eins og Vestmannaeyjar að geta boðið uppá góða heilbrigðisþjónustu. Liður í þeirri þjónustu er að starfrækt sé skurðstofa.
Ágætu þingmenn Suðurkjördæmis. Beitið ykkur í þessu máli og komið í veg fyrir lokun skurðstofunnar í Eyjum.
Eins og þruma úr heiðskíru lofti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála þessu Sigurður.
En hvar hefur þú verið undanfarnar vikur, hef ekki séð þín málefnalegu blogg lengi.
Kveðja frá Las vegas.
Jóhann Kristinsson, 29.8.2013 kl. 02:45
Sigurður: Kannski að útgerðarmenn í Eyjum sem nú þurfa ekki að borga sérstaka veiðigjaldið, hlaupi undir bagga og bjargi málinu
Þórir Kjartansson, 29.8.2013 kl. 07:32
Kristján Þór varð bæjarstjóri á Ísafirði, hann starfaði þar uns Samherji hafði eignast eitt af bestu aflaskipum plássins og fór burtu með mikinn kvóta, eftir það hætti hann og fór á miðju tímabili, mission complete. En ég held að hún sé ennþá gul.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.8.2013 kl. 11:23
Sammála. Þetta má bara ekki gerast.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 29.8.2013 kl. 11:30
Það getur komið upp sú staða að það sé ekki hægt að komast til né frá eyjunni, og sprungin botnlangi á svæðinu, ætlar ríkisstjórnin að taka á sig þá áhættu?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.8.2013 kl. 11:38
Það er erfiðara að takast á við bitran veruleika í stjórn en stjórnarandstöðu.
Jón Ingi Cæsarsson, 29.8.2013 kl. 18:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.