Samfylking og VG ekki í ríkisstjórn?

Alveg er það með ólíkindum að hlusta núna á foruystumenn Samfylkingar og Vinstri grænna.þ Þau hamast við að skammast út í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Árni Páll, Steingrímur J. og Katrín formaður VG setja upp hneykslunarsvip og skilja ekkert í að ekki sé búið að leysa hin og þessi málin. Botna ekkert í stöðu Íbúðalánasjóðs, botna ekkert í að það vanti leiguíbúðr. Skilja ekkert í slæmri stöðu ríkissjóðs. Hvers vegna í óskupunum hefur Bjarna og sigmundi Davíð ekki tekist að leysa öll málin á þeim rúmu hundrað dögum sem þeir hafaverið í ríkisstjórn.

Árni Páll,Steingrímur J. og Katrín eru alveg búin að gleym því að þeirraflokkar sátu í rúm fjögur ár í ríkisstjórn. Það sem þau skammast nú mest útí eru mál, sem þau stjórnuðu. Hvers vegna eru heilbrigðismálin í molum? Ekki er það vegna núverandi stjórnar.

Allir eru óþolinmóðir að bíða eftir betri tíð eftir óstjórn vinstri flokkanna. Það verður að gefa nýrri ríkisstjórn vel fram á haustið til að hún geti sýnt á spilin sín. Á meðan ætti Árni Páll,Steingrímur J. og Katrín að hafa hljótt um sig. Kjósendur hafa ekki enn gleymt stjórnarháttum þeirra.Það þýðir ekkert fyrir þau að láta eins og Samfylking og VG hafi aldrei verið í ríkisstjórn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

æi - það þýðir ekki endalaust fyrir ykkur xd og xb menn að kenna síðustu stjórn um hvernig staðan er í dag. xd og xb sögðust ætla að laga allt strax.

Rafn Guðmundsson, 20.9.2013 kl. 21:04

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég fæ ennþá óbragð í munninn að hugsa um síðustu ríkisstjórn.  Er þó ekkert sérlega sæl með þessa, en við gefa henni tækifæri til að sanna sig, úr því sem komið er.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.9.2013 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 828339

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband