Klaufalegt hjá atvinnurekendum

Ósköp er þetta klaufalegt hjá atvinnurekendum að henda fram svona auglýsingu eins og birtast á sjónvarpsskjánum. Það gengur ekki að ætla að einfalda málin svo að það séu eingöngu launafólk sem beri ábyrgð á verðbólgunni. Auðvitað þarf að gera kjarasamninga á hófstilltum nótum. En eru atvinnurekendur alfarið saklausir? Hvað með verðhækkanir á vörum og þjónustu langt umfram það sem samið var um í kjarasamningum. Hvað með opinberar stofnanir? Eiga þær enga sök á verðbólgunni.

Ég veit ekki betur en ríkisstjórnin boði hækkanir t.d. á bensíngjaldinu. Það hefur áhrif á hækkun vísitölunnar.

Það er vitanlega klaufalegt að henda nú fram stríðshanskanum þegar vilji og skilningur er á því að það þarf þjóðarsátt um kjarasamninga. Grundvallaratrið er að allir taki þátt.

Og í lokin. það hefði verið skynsamlegra hjá atvinnurekendum að nota alla peningana sem auglýsingarnar kosta til að bæta aðeins kjör launafólks.


mbl.is Kjaraviðræður í auglýsingatíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband