10.2.2017 | 17:07
Það er vegatollur til Vestmannaeyja
Öðru hvora blossar upp umræða hvort við eigum að hraða uppbyggingu vegakerfisins með því að taka vegatoll. Þetta fyrirkomulag er víða erlendis og þykir sjálfsagður hlutur. Hjá okku eru það Hvalfjarðargöngin og eru mikið notuð þrátt fyrir vegatoll.Ástand vega á Íslandi er almennt slæmt enda gífurleg umferð um arga þeirra. Við erum að fá um 2 milljónir ferðamanna á ári. Það liggur því í augum uppi að álagið er mikið. Við bætast svo flutningur á vörum,sem nánast eingöngu fara fram á vegum landsins.
Sé talað um að taka upp vegatolla rís mikill fjöldi manna upp og mótmælir og segir það ekki koma til greina. Við greiðum þungaskatt og alls kon ar gjöld renna til ríkisins af eldsneytinu. Ef það rynni allt til úrbóta í vegakerfinu þyrfti engan toll. Vissulega rök í málinu.
Í þessu sambandi öllu datt mér í hug að landsmenn sitja ekki allir við sama borð. Vestmannaeyingar sem vilja eða þurfa að fara upp á land þurfa að greiða sinn vegatoll í fargjaldi með Herjólfi. Eyjamenn hafa ekki um neinn skattfrjálsan veg að ræða ætli þeir að ferðast á bíl sínum. Leiðin milli lands og Eyja er þjóðvegurinn.
Nú þegar þessi umræða um vegatolla fer fram ættu Eyjamenn að láta í sér heyra. Ef ekki má leggja á vegatolla hljóta Eyjamenn að krefjast þess að gjaldfrjálst verði með Herjólfi milli lands og Eyja. Það er myndarlegur bílafloti í Eyjum og eigendur þeirra borga af þeim gjöld eins og aðrir.
Sem sagt eigi allt að vera óbreytt á þjóðvegurinn milli land og Eyja að vera án nokkurrar sérstakrar gjaldtöku.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sigurður. Ég heyrði fyrir stuttu síðan að það væri dýrara að ferðast til austfjarða og vestfjarða, heldur en að ferðast yfir hafið til erlendra ríkja? Fljúgandi og/eða keyrandi kostnaðar-útreiknaða?
Vestmannaeyjar eru ekki ríkisskatta/lífeyrissjóðsgjalds-píningarinnar rétthærra svæði, heldur en aðrir landshlutar. Hvorki samgöngulega né á annan hátt. Ekki nema Vestmannaeyjar séu ekki sama ríki og Iseland?
Við búum öll í sama ríkissamfélaginu skatta/lífeyrissjóðsrænda, eftir því sem okkur hefur verið sagt. Þrælalaunin útborgunarlægstu eftir afskurðargjalda-ránin opinberunarkúguðu duga ekki einu sinni fyrir nothæfu hýbýli vindanna á Íslandi árið 2017? Og því síður duga þau lægstu útborguðu laun fyrir næringarviðurkenndum, hollum og lífsnauðsynlegum mat?
"Ríkið" siðlausa, vanþróaða, spillta, ráðuneytanna/embættanna/bankanna/lífeyrissjóðanna og skattpínandi, heitir Iceland.
Svona er Iceland á hjara veraldar á norðurslóðum í dag.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.2.2017 kl. 17:49
Það er enginn tilneyddur að búa í Eyjum. Því fylgir kostnaður, en einnig forréttindi. Forréttindin felast í nægri vinnu, fyrir þá sem vilja, stöðuga innkomu og fjárhagslegt öryggi. Fyrir þá sem ekki nenna að vinna, eru Vestmannaeyjar slæmur lendingarstaður. Eiginlega nokkurskonar Landeyja(r)höfn. Það er nákvæmlega ekkert að því að greiða fyrir samgöngur, af þeim sem þær nota. Íslendingar haga sér sér eins og fífl, þegar kemur að því að borga fyrir þjónustu. Allt fyrir ekkert, gengur aldrei.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 11.2.2017 kl. 03:45
Leiðin milli lands og Eyja er ekki þjóðvegurinn. Eyjar eru einn af hundruðum eða þúsundum punkta á Íslandi sem ekki hafa veg að sér. Þegar menn eru á kafi í lýðskrumi og hátíðleika þá tala menn um þjóðveginn til eyja. En í raunheimum hversdagsins er enginn þjóðvegur til eyja og því engin gjaldtaka. Ríkið borgar ekki leigubíl fyrir þá sem ekki eiga bíl en þurfa að komast milli Reykjavíkur og Hveragerðis, það kallast heldur ekki vegatollur. Kjósir þú að búa eða ferðast þangað sem þú kemst ekki nema siglandi eða fljúgandi þá er það á þinn kostnað. Sé það hagstætt fyrir þjóðfélagið þá aðstoðar það e.t.v. með hafnar og flugvallarrekstri.
Espolin (IP-tala skráð) 11.2.2017 kl. 11:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.