Eldri borgarar hátt skrifaðir í USA

Merkilegt að fylgjast með forkosningunum í Bandaríkjunum.Ungir,miðaldra og konur virðast ekki eiga upp á pallborðið hjá Demókrötum. Baráttan snýst um það hvaða eldri borgari nær sigrin og kemur til með að keppa við Trump í nóvember um forsetaembættið.Bæði Biden og Sanders eru vel á áttræðisaldri og Trump er einnig á svipuðum aldri. Kosningarnar snúast því um það hvaða eldri borgara Bandaræikjamenn setja í Hvítahúsið.

Landssambandi eldri borgara hér á Íslandi gengur illa að ná árangri í baráttunni til að bæta kjör þeirra verst settu meðal eldri borgara. Stjórnvöld hlusta lítið sem ekkert.

Það er kannski komið að því að við fetum í spor Bandaríkjamanna og veljum okkur frambjóðendur til Alþingis úr röðum eldri borgara.Setjist eldri borgarar á Alþingi í stórum stíl verður kannski hlustað. Ef stjórnmálaflokkarnir vilja ekki eldri borgara á þing er kannski ráðið að stofna stjórnmálahreyfingu eldri borgara og ná þannig árangri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Munurinn á viðhorfunum vestra og hér hjá okkur virðist liggja djúpt. Á ferðum um Bandaríkin er maður inntur eftir því við búðarborðið hvort maður sé eldri borgari. 

Aldrei hér á landi. Og afsökunin sem borin er fram ef spurt er hversvegna, er sagt að sumir gamlingjanna líti greinilega á svona spurningu sem móðgun þegar þeir segja með þjósti: "Hvað, lít ég út fyrir að vera svona gamall?"

Ómar Ragnarsson, 4.3.2020 kl. 20:28

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Mér skilst að Biden og Sanders séu 76 ára og jafnvel eitthvað eldri en það. Trump verður, að ég held, 74 ára um það leiti sem hann sver embættiseið sinn í annað sinn í janúar á næsta ári.

Trump hefur bætt kjör Bandaríkjamanna umtalsvert frá því hann tók við sem forseti, var það reyndar eitt hans fyrsta verk að efla atvinnustigið sem var orðið bágborið í tíð Obama.

Nú þurfum við að finna okkar Trump og koma honum inn á þing og ekki bara á þing heldur í stól forsætisráðherra.

Sigurður, ert þú ekki tiltækur?? ert þú ekki kominn í heldrimanna klúbbinn??? Þú myndir sóma þér vel ásamt fleiri góðum mönnum og konum úr þeim klúbbi við stjórn landsins. Kannski Ómar væri til í að hjálpa til??? Ekki veitir af!!!!!!!

Tómas Ibsen Halldórsson, 5.3.2020 kl. 14:31

3 Smámynd: Sigurður Jónsson

Já ég er kominn í heldri manna klúbbinn. Verð 75 ára í sumar.

Við verðum með öllum tiltækum ráðum að vinna að því á hvern hátt við getum bætt kjör þeirra eldri borgara sem verst eru settir. 

Sigurður Jónsson, 5.3.2020 kl. 23:39

4 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigurður, ég myndi styðja stjórnmála flokk sem hefði það að markmiði að styrkja stöðu eldriborgara hér á landi! 

Og ekki síður myndi ég styðja minn gamla kennara úr Barnaskóla Vestmannaeyja.

Vertu álvalt kært kvaddur.

Helgi Þór Gunnarsson, 8.3.2020 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 828345

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband