Tala saman þangað til samningar nást

Það er hreint ótrúlegt að fylgjast með kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar. Ekkert gerist. Fundir standa í nokkrar mínútur og þá er rokið á dyr.Samningafólk virðist ekki vita hvað ber á milli,allavega kemur það okkur fyrir sjónir sem fylgjumst með.

Vinnubrögð sáttasemjara eru dálítið undarleg. Hér áður fyrr sagði sáttasemjari að menn yfirgæfu ekki húsið fyrr en samningar hefðu tekist. Sáttafundur stóð þá oft yfir í marga og jafnvel tugi klukkutíma.Það hlýtur að vera komið að þeim punkti að grípa til slíkra aðgerða. Einhver verður að koma vitinu fyrir fólkið. Efling og Reykjavíkurborg geta ekki lengur boðið uppá að lama allt samfélagið á þann hátt sem nú er.

Það er einnig alveg ótrúlegt að samningar við BSRB hafa verið lausir í um ár. Það getur ekki verið boðlegt að ekki sé hægt að ná samningum á heilu ári.Eitthvað er mikið að.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Formaður smninganefndar Reykjavíkurborgar er sú sama og núverandi formaður Eflingar lét vera sitt fyrsta verk að reka frá Eflingu, þá hún var kosin af 8% atkvæðisbærra Eflingarmeðlima. Störukeppni þessara tveggja kvenna við samningaborðið mun ekki leiða til neins.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 29.2.2020 kl. 02:32

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Er þá eitthvað um að semja?

Halldór Jónsson, 29.2.2020 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 828296

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband