Bjarni málefnalegur ekki hægt að sdegja það sama um Þórhildi Sunnu eða Birgi Þórarinsson

Ég tel að það hljóti allir að vera sammála því að það gangi ekki að samningar hafi ekki náðst við hjúkrunarfræðinga í heilt ár. Þetta var rætt á Alþingi í dag. Það gera sér allir grein fyrir því hversu mikilvægt starf hjúkrunarfræðingar ekki síst í ástandi eins og nú er. Auðvitað á að greiða þessari stétt ásamt öðrum heilbrigðisstéttum aukaálag fyrir þann tíma sem nú er.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ræddi þessi mál á málefnalegan hátt og sagði að smningur hefðu náðst í stærstu málunum eins og styttingu vinnuviku og breytingar á vaktavinnu.Taldi hann að stutt væri í að samningar næðust.

Það er ekki hægt að segja að sumir þingmenn ræði málin á málefnalegan hátt.Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins sagði að inntakið hjá ríkisstjórninni væri: "Við höfum engan áhuga á að semja við ykkur." Svona upphrópanir eiga ekki að líðast. Auðvitað hafa ráðherrar áhuga á að semja og þessi ríkisstjórn hefur sett verulegt viðbótarfjármagn til heilbrigðisstofnana frá því sem áður var. 

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata slær ekkert af ómálefnalegum málflutningi um þessi mál frekar en önnur. Hvað kemur það nú við kjaramálum hjúkrunarfræðinga,hvort Bjarni Benediktsson hafi á einhverjum tímapunkti skreytt bleika tertu.

Það hlýtur að vera lágmarkskrafa kjósenda að þingmenn geti rætt jafn mikilvægt mál og kjaranál hjúkrunarfræðinga á málefnalegan hátt.


mbl.is Gagnrýndi Bjarna og vísaði til kökuskreytinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eg verð nú að taka undir gagnrínina á þinn mann. Þennan skandal varðandi afnám vaktagreiðslna hjúkrunarfræðinga hefði mátt koma í veg fyrir ef fjármálaráðherrann hefði bara munað eftir þessari dagsetningu og komið þeim tilmælum til samninganefndar ríkisins í tíma að fresta þessum gjörningi fram yfir samninga. Nú á hann að sjálfsögðu leggja til að þessi gjörningur verði dreginn til baka hið fyrsta. Þjóðin er gjörsamlega brjáluð yfir þessu, Sigurður og skilur ekki þessa heimsku , skiljanlega.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 2.4.2020 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband