Aðalatriðið að námsfólk fái vinnu

Enn einu sinni vekur skoðun og afstaða Pírata undrun. Það virðist vera aðalatriðið hjá Þórhildi Sunnu að koma sem flestum námsmönnum á atvinnuleysisbætur.Þessi hugsunarháttur er með ólíkindum. Félagsmálaráðherra,Ásmundur Einar Daðason,hefur réttilega bent á að atvinnuleysisbætur eigi að vera neyðarúrræði. Aðalatrið er að skapa störf sem ungt námsfólk getur sótt í. Það er mun nær heldur en skella öllum á atvinnuleysisbætur.

Við komumst ekki útúr kreppunni sem nú gengur yfir ef hugsunarhátturinn er sá að best sé að allir eða flestir séu á bótum og þær bara hækkaðar eins og krafa Pírata stendur til. Til að komast úr kreppunni þarf atvinnulífið að fara í gang,þannig skapast verðmæti til að standa undir heilbrigðis-og velferðarkerfinu.

Það er eins og Píratar haldi að það sé nóg að prenta peninga og láta alla á bætur,það þurfi ekki nein verðmæti að skapa.

Enn og aftur. Ótrúlegt að 11-12 % kjósenda treysti þessu fólki að stjórna landinu.


mbl.is Unga fólkið enn og aftur skilið eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Atvinnuleysisbætur eiga vissulega að vera neyðarúrræði, og eru það því bótaþegar geta ekki hafnað vinnu sem stendur til boða. Og þó gott sé að skapa störf sem ungt námsfólk getur sótt í þá er það sýnd veiði en ekki gefin. Síðustu prófin fara fram þessa dagana og ekkert starf hefur enn verið skapað. En námsfólk á ekki rétt á atvinnuleysisbótum og því er þörf á að breyta því fyrir þá sem ekki fá þessi nýju störf sem félagsmálaráðherra ætlar einhvern tíman að skapa. Annars verða hundruð ef ekki þúsundir námsmanna sem ekki skila sér í skólana í haust. Það er ekki nóg að bíða fram á mitt sumar með að meta hvort atvinnusköpunin hafi skilað einhverjum árangri. Hætt er við því að þeir sem ekki sjá fram á einhverjar tekjur í sumar sæki ekki um nú í Maí um nám næsta vetur. Sólheima bjartsýni félagsmálaráðherra sem ætlar að skapa störf fyrir alla námsmenn og sleppa öllum öryggisnetum er aðdáunarverð en smitar samt ekki hóp námsmanna og borgar enga reikninga. Að það þurfi Pírata til að benda ríkisstjórn á þau augljósu sannindi er heldur ekki til þess fallið að auka traust á raunveruleikatengingu stjórnvalda. Þegar sjálfir Píratarnir eru farnir að kalla einhvern sveimhuga draumóramann þá er nokkuð ljóst að hann skortir alla jarðtengingu. 

Vagn (IP-tala skráð) 11.5.2020 kl. 19:32

2 identicon

Sæll Sigurður.

Ráðherra málaflokksins má vera hreykinn
af því að honum er líkt við vistmenn á Sólheimum.
Þar fara óvenju glaðir einstaklingar þó oft sé stutt
í sorgina.

Fyrr á tíð var safnheitið mongólskir idjótar notað
og þótti ekkert athugavert við það heiti lengst af.

Þessi tími er liðinn og ég vil gjarna slást í för
með ráðherranum þó ráðherradómur bíði enn um sinn(!)

Húsari. (IP-tala skráð) 11.5.2020 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband