FRAMBJÓÐENDUR KEYPTIR ?

Já, þetta er nú nokkuð gróft og væntanlega fáir sem opinbera sölu síns atkvæðis á þennan hátt.Í gamla daga var nú algengt að flokkarnir reyndu að kaupa atkvæði sumra með áfengisflösku. Ekki hef ég nú mikla trú á að það hafi borið árangur,en sem betur fer er þessi ósiður nú ekki lengur í gangi í stjórnmálaflokkunum.

Auðvitað má spyrja hvort flokkarnir séu ekki að reyna að kaupa sér atkvæði með fögrum loforðum um hitt og þetta. Þetta er ef til vill svolítið langsótt túlkun. Aftur á móti held ég að annar þáttur sé umhugsunarverður.

Prófkjör hafa gengið út í öfgar. Herkostnaðurinn er mikill og menn verða að leita ýmissa ráða til að fjármagna baráttuna. Auðvitað hlýtur sú spurning að vakna í hvaða stöðu frambjóðendur eru sem þegið hafa stórfé frá einstaklingi og fyrirtæki. Má ekki segja að þeir séu búnir að selja sig. Er líklegt að þeir vinni þannig á alþingi eða í sveitarstjórn að þeir greiði atkvæði gegn þeim sem hafa fjármagnað baráttu þeirra til asð komast til valda. Þetta er ekki síður umhugsunarvert.


mbl.is Kærður fyrir að selja atkvæði sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband