BJÖRN FAGNAR

Björn Bjarnason,dómsmálaráðherra,virðist hafa slegið fjölmiðla svolítið út af laginu þegar hann sagðist fagna ákvörðun Ingibjargar Sólrúnar, utanríkisráðherra,um að fela sendifulltrúa Íslands í Róm að ræða við Ítölsk yfirvöld um málefni Keníamannsins.

Það er athyglisvert að fjölmiðlar gera lítið úr þessari yfirlýsingu Björns. Dómsmálaráðherra segir að ef kæra berist þá muni ráðuneytið taka málið upp. Ég held að ansi margir séu á þeirri skoðun að ákvarðanir  Útlendingastofunar að sundra fjölskyldunni hafi verið ansi harðneskjuleg. Það væri örugglega hægt að finna lausn á þessu eef vilji væri til staðar.

Aftur á móti hlýtur það að vera mjög þreytandi fyrir ráðherra Sjálfstæðisflokksins að búa sífellt við opinbera gagnrýni einstakra þingmanna Samfylkingarinnar, ekki bara í þessu máli heldur mörgum fleiri. Það hlýtur að vera hægt að ástunda önnur vinnubrögð í samstarfi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar til að leysa mál. Auðvitað er ekkert óeðlilegt að menn séu ekki sammála í öllum málum,en það er óþolandi að Samfylkingarmenn skuli sí og æ opinbera ágreining í fjölmiðlum.Fulltrúar Samfylkingar stunda þessi vinnubrögð fyrst og fremst til að reyna að slá sig til riddara og láta Sjálfstæðisflokkinn sitja uppi með þau mál sem gætu farið illa í kjósendur.

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins leyfa sér ekki slík vinnubrögð (nema kannski Árni Johnsen).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband