HVAÐ ER FÓLK AÐ HUGSA ?

Þegar sér fréttir um hvernig ferðamáta fólk var að velja sér til að komast á Þjóðhátíðina hugsar maður. Hvað var fólkið eiginlega að hugsa? Það á bæði við um þá einstaklinga sem voru að flytja fólk fyrir gjald og þá sem ákváðu að ferðast frá Bakkafjöru með tuðrum eða litlum bátum. Menn eiga að vita að Bakkafjara er ekki árennileg,jafnvel þótt það sé ekki mikill vindur.Væri Bakkafjaran mjög auðveld þyrfti vart að ráðast í jafn miklar framkvæmdir og gert er ráð fyrir til að hefja ferjusiglingar milli Bakkafjöru og Vestmannaeyja.

Það er slæmt þegar fólk er að gera sér það að leik að ögra náttúruöflunum. Sem betur fer varð ekki um nein slys að ræða vegna þessa glæfraspils og samkvæmt öllum fréttum tókst þjóðhátíðin í Eyjum vel.


mbl.is Lögregla rannsakar siglingar til Eyja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æji hættisu væli gamli skarfur

haukur (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 22:53

2 identicon

Æi minn gamli kennari, þetta er jú víst svolítið væl í þér og greinilegt að þú þekkir ekki mikið til svona ferða, svona ferðir eru farnar nokkrum sinnum á sumri og alltaf gengið vel einsog í þetta skipti en auðvitað blotna menn í tærnar eða rúmlega það og skiptir bara engu máli, við sem þekkjum til og höfum verið í þessu úteyja stússi vitum það að þetta var ekkert mál og alveg rjóma blíða og hefur þetta nú verið gert í verra veðri en þetta, þú þakkar fyrir að ekki hafi orðið slys, afhverju ætli hafi ekki orðið slys, jú því þetta var ekkert mál, og afhverju er ekkert búið að ræða við Pál Mágnússon útvarpsstjóra, jú því hann er Bjarnareyjingur og veit upp á hár út á hvað þetta gengur og veit að þetta var ekkert mál en það er bara ekki frétt.   kveðja frá eyjum Gunnlaugur Erlendsson

Gunni Ella P (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 10:03

3 identicon

Já, heill og sæll gamli nemandi. Gaman að heyra frá þér.Ef þetta er allt saman hættulaust að þínu áliti þá er það gott mál,en samkvæmt fréttum leit þetta alls ekki vel út.

Það má vel vera að í þessu tilfelli sé verið að búa stórfrétt úr litlu. Það var þá ágætt að Páll Magnússon útvarsstjóri varð fyrir því. Hans stöð gerir nú stundum stórar fréttir úr litlu. Kveðja til Eyja.

Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband