MIKILVÆGI STARFA

Það er alveg ótrúlegt hvað umönnunarstéttir þurfa að hafa mikið fyrir þvi að ná sæmilegum kjörum. Auðvitað ætti þjóðfélag eins og okkar að meta störf sem lúta að uppeldi,ummönnun,heilsugæslu og fræðslu til þokkalegra hárra launa.Mér finnst þetta hafa verið eilíf barátta síðustu áratugina. Þrátt fyrir allar nýjungar hvað varðar starfsmat og annað í þá áttina hafa þessir starfshópar ekki náð nema litlu fram í samanburði við ýmsa aðra starfshópa t.d. sem vinna í fjármálageiranum.Fram hefur komið að enn er þó nokkur munur hvað varðar launamun kynjanna kvenfólki í óhag.

Auðvitað á rík þjóð eins og okkar að meta störf er lúta að uppeldi,ummönnun,heilbrigðisþjónustu og kennslu til virkilega góðra launa. Það er alveg óþolandi að þessar stéttir skuli ekki metnar að verðleikum.Nú er ekki eingöngu hægt að kenna stjórnvöldum um að þetta sé svona. Það þarf að verða hugarfarsbreyting í þjóðfélaginu öllu. Það þarf að ná því fram í þjóðarsálinni að þessi störf sem hér hefur verið fjallað um séu grundvöllurinn að því að þjóðfélag okkar gangi að sjálfsögðu samahliða öðrum atvinnuvegum og verðmætasköpun. Við getum ekki endalaust haldið þessum mikilvægum stéttum niðri í launakjörum. Vonandi verður hugarfarsbreyting hjá okkur sem fyrst.


mbl.is Aðgerðir hefjist í september
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 828299

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband