FULLIR KJÁNAR MEÐ PÓLITÍSK GLERAUGU ?

Eitt af grundvallaratriðum í öllum mannlegum samskiptum er að virða skoðanir annarra. Þetta á að sjálfsögðu við pólitík og skrifum um landsmál eða sveitarstjórnarmál. Ég hef í nokkrum pistlum skrifað um að möguleikar á meirihlutamynstri í Reykjavík hafi í r5aun ekki verið aðrir en Sjálfstæðisflokkur of Framsóknarflokkur. Ég hef vakið athygli á ábyrgðaleysi Samfylkingar og Vinstri grænna.

Ég hef líka vakið athygli á því hve fjölmiðlar geta haft mikil áhrif og verið skoðanamyndandi. Benti í því sambandi að miðað við skoðanakönnun um það hverja kjósendur vildu sjá sem borgarstjóra að Dagur B.Eggertsson hefði tapað miklu fylgi frá því síðast. Af þeirri ástæðu hefðu fjölmilðar geta slegið upp fyrirsögninni: Fylgishrun hjá Degi B.Eggertssyni. Að sjálfsögðu má deila um það hvort þessi fyrirsögn væri sanngjörn.Hún er engu síður byggð á staðreynd. Auðvitað vitum við að verulegur hluti lesenda skoðar bara fyrirsögnina og myndar sér jafnvel skoðun eftir henni.

Sem betur fer eru flestir sem ræða þessi mál á málefnalegan hátt,enda ekkert athugavert við það að skoðanir séu skiptar. Aftur á móti er alveg furðulegt hvernig sumir bregðast við af því að skoðanir mínar fara í taugarnar á þeim. Menn geta ekki skrifað svona nema vera fullir. þessi skrif eru kjánaskapur,þú ert með hægri pólitísk gleraugu,þú hlýtur að vera skyldur Hönnu Birnu eða Óskari.

Það er alveg magnað með marga öfga vinstri menn að þeir telja sig eina vita hvað er rétt og hvað er rangt. Þeim er gjörsamlega fyrirmunað að aðrir geti haft önnur sjónarmið heldur en þeir. Frekar en að grípa til raka fyrir sínu máli kalla þeir andstæðinga sína barnalega eða kjána o.s.frv.

Það er í pólitíkinni eins og í öðru að litirnir eru ekki bara svart eða hvítt. Þó ég sé Sjálfstæðismaður hef ég nú ekki alltaf verið sammála öllu þar og bæ og leyft mér að gagnrýna. Það er ekkert athugavert við það. Það getur verið gaman að taka þátt í pólitískum skrifum ef menn gæta þess að vera ekki með persónulegt skítkast í garð hvors annars.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll.

Kjarni málsins er einmitt sá á öfgahópur margra vinstrimann er sá að sértu ekki fylgjandi soðaumu þeirra er maður óalandi og þar fram eftir götunum og þá skiptir ekki máli hvað er rétt og satt.

Þetta segir margt. 

"Það er alveg magnað með marga öfga vinstri menn að þeir telja sig eina vita hvað er rétt og hvað er rangt. Þeim er gjörsamlega fyrirmunað að aðrir geti haft önnur sjónarmið heldur en þeir. Frekar en að grípa til raka fyrir sínu máli kalla þeir andstæðinga sína barnalega eða kjána o.s.frv."

 Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 19.8.2008 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 828334

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband