FYLGISHRUN DAGS B.EGGERTSSONAR.

Það er skemmtilegt að fylgjast með skoðanakönnunum og sjá svo hvernig fjölmiðlar meta hvaða fyrirsögn eigi að slá upp. Fréttablaðið birtir í morgun skoðanakönnun,sem sýnir að Hanna Birna nýtur stuðnings um þriðjungs kjósenda sem borgarstjóri. Það verður að teljast mjög góður árangur þar sem hún er ekki tekin við embættinu. Hún fær nú gott tækifæri við að auka fylgið.

Það vekur athygli hversu fylgið hrynur af Degi B.Eggertssyni sem borgarstjóra. Hann tapar 13% fylgi frá því í janúar s.l. Það verður að teljast ansi mikið fylgistap á stuttum tíma.

Fjölmiðlar hefðu því geta slegið upp fyrirsögninni: "Fylgishrun Dags B. Eggertssonar. Hanna Birna nýtur mikils trausts þótt hún sé ekki enn tekin við embætti borgarstjóra."


mbl.is Þriðjungur styður Hönnu Birnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Það kemur ekki á óvart að Dagur tapi fylgi enda ótrúlega leiðinlegur maður og lítið í hann varið.

Rauða Ljónið, 18.8.2008 kl. 14:30

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þú ert fyndinn maður....

Jón Ingi Cæsarsson, 18.8.2008 kl. 15:47

3 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll sveitastjóri. Þú verður að orna sér við þessar tölur fram að næstu kosningum. Þín nálgun er skemmtileg og fræðandi. En ég helda að þjóðin sé heppin með það að þú ert sveitastjóri en ekki ritstjóri.

Hjálmtýr V Heiðdal, 18.8.2008 kl. 17:24

4 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

„orna þér“ átti það að vera

Hjálmtýr V Heiðdal, 18.8.2008 kl. 17:25

5 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Jibbí.. Loksins einhver alvöru grínisti að skrifa blogg í dulagerfi Sveitarstjóra út á landi.. Hlakka til næsta pistils, las nokkra pistla frá þér upphátt og allir áheyrendurnir er eru á því að þú sért Silvía Nótt bloggsins..

Ingi Björn Sigurðsson, 18.8.2008 kl. 23:01

6 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Finndið að horfa uppá svona aumkunarverða tilraun til að leika spuna-doktor - Maður fær reyndar kjánahroll þegar við bætist að maður sér að viðkomandi hefur einhversstaðar stöðu sveitastjóra.

Helgi Jóhann Hauksson, 19.8.2008 kl. 00:05

7 Smámynd: Sigurður Jónsson

Virkilega gaman að sjá hvernig sumir bregðast við staðreyndum. Er það bara ekki ansi gott hjá Hönnu Birnu að fá þennan stuðning sem borgarstjóri áður en hún tekur við. Er það ekki staðreynd að Dagur hefur misst hellings fylgi kjósenda sem borgarstjóri. Menn geta svo fengið kjánahroll og alls konar hroll yfir þessum staðreyndum.Sannfærrður um að fylgi Sjálfstæðisflokksins mun taka stökk upp á við á næstu mánuðum.

Bukollabaular skrifar um fólksfækkun í Vestmannaeyjum síðustu árin. Já,mín ágæta,eftir að ég hætti í Bæjarstjórn Vestmannaeyja árið 1990 og flutti frá Eyjum hefur verið sífelld fólksfækkun. Svona án gríns,væri gaman að ræða ýmsar ástæður fyrir stöðu mála í Eyjum. En nú er vonandi bjartara framundan með bættum samgöngum. Mér finnst Elliði og félagar standa sig vel.

Sigurður Jónsson, 19.8.2008 kl. 00:26

8 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Auðvitað er gott hjá Hönnu Birnu að fá meira fylgi sem nemur stuðningi við flokinn sinn, ég vil með engum hætti gera lítið úr stuðningi við Hna - en að snúa fréttinni upp í „FYLGISHRUN DAGS B.EGGERTSSONAR“ er í besta falli kjánalegt.

Helgi Jóhann Hauksson, 19.8.2008 kl. 00:36

9 Smámynd: Dunni

Auðvitað er það eðlilegt að Sjálfstæðismenn gleðjist yfir skítsæmilegri könnun til handa Hönnu Birnu.  Húnn er sjálfsagt dugnaðarforkur.

En að stja mál sitt fram með þeim hætti sem sveitastjórinn gerir hér er kjánaskapur og sýnir að litlu verður Vöggur feginn.  En það þarf kanski ekki annað en sjálfumglaðan kjána til að reka Skeiða og Gnúpverjahrepp.  Hann nýtur að sjálfsögðu góðs af nábýlinu við Tungurnar.

Dunni, 19.8.2008 kl. 06:15

10 identicon

Ósköp eru menn sárir hérna. Það eru alveg ótrúlegt hversu menn geta verið blindir á staðreyndir.  Ef að einhverjir eru kjánar þá eru það Helgi Jóhann og co sem eru að reyna að setja út á orð Sigurðar. Þetta eru staðreyndir sem erfitt er að hrekja. Vinsældir Hönnu Birnu sem borgarstjóra fara vaxandi og það áður en hún tekur við. Sjáum fyrir okkur gríðarlegt fylgistap Dags og Svandísar er líða tekur á kjörtímabilið, öllum til heilla. Það eru alltaf fleiri og fleiri sem sjá í gegnum klækjarefina Dag og Svandísi.

Magnús (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 08:29

11 Smámynd: haraldurhar

    Sigurður þér hlítur að vera ljóst eins og flestum að borgarstjórnarflokkur sjálfstæðisflokksins hefur verið óstarfhæfur og sundurlyndur á þessu kjörtímabili.  Mér er næst að halda að enginn borgarfulltrúi hafi burði til að stjórna borginni.  Vitleysan og óráðsían í stjórn borgarinnar, nær engu tali. Kaupinn á Laugavegiskofunumm fyrir 580 milljónir, og hverning var staðið af þeim ættu ein og sér að nægja til að allir sæmilega vitibornir menn sjái þau eru ekki hæf til að gegna stöðum sínum.   Mér er slétt sama um skoðannakannanir og útslit þeirra, en er þó ljóst að núverandi meirihluti hefur ótrúlega lítið fylgi bak við sig.   Ráðlegg þér að taka niður flokksgleraugun þín, og sjá svo til hvort þú fáir ekki nýja sýn að þessa vitleysu.

   Flólksfækkun í Vestmannaeyjum er bara eðlileg, og með núverandi stjórnun fiksveiða, þá er ekki í raun þörf fyrir fleiri íbúa í Vestmannaeyjum en ca. 500.

haraldurhar, 19.8.2008 kl. 09:17

12 Smámynd: Héðinn Björnsson

Muna að taka með hverjir taka ekki þátt í könnuninni. Stór hluti miðju- og hægrimanna í borginni hafa ekki viljað styðja neinn vegna þess hversu illa þessir flokkar hafa staðið sig. Stuðningurinn sem Dagur og Samfylking mælist með núna eru ekki niðustöður sem hægt væri að fá í kosningum nema ef kosningarþátttaka færi niður á bandarískt plan. Aðal niðurstaða þeirra er að það er mikið pólitískt tóm á hægrivæng borgarstjórnmálanna sem erfitt er að sjá hverjir munu fylla, en nýtt framboð ætti góða möguleika.

Héðinn Björnsson, 19.8.2008 kl. 11:27

13 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

22% raun fylgistap hjá Degi B. Eggertssyni. 

Munurinn á tæpum 57% og tæpum 44% eru 13% stig (prósentustig)

Það er því fylgistap uppá um 22% af höfðatölu.

Ef 57 manns fylgdu honum en nú 44 manns 13 færri, þá er það 22% fylgistap!

Ég hélt að það væri sérgrein fjölmiðlamanna og sérstaklega fréttamanna að kunna ekki muninn á prósentum og prósentustigum.  (Þetta er ekkert persónulegt Sigurður minn, mér finnst bara svo gaman að núa mönnum um nasir - þú veist - á svona gleðistundu).

Ef seðlabankinn hækkar vexti úr 10% í 11%, þá er það hækkun uppá 1% stig (prósentustig) eða 10% meiri peningar í vaxtakostnað, o.s.frv.

Megi vegur Hönnu Birnu vaxa í hlutfalli við fylgisaukningu hennar frá síðustu skoðanakönnunum, en komin í 32% fylgi úr nánast ekki neinu er mjög flott.  Hún er ekki ennþá orðin borgarstjóri og samt þetta.

Áfram stelpa!

Kær kveðja, Björn bóndiïJð<  

Sigurbjörn Friðriksson, 19.8.2008 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 828262

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband