EKKI SAMA GÍSLI EÐA INGIBJÖRG

Alveg er með ólíkindum málflutningur Vinstri manna er. Enn og aftur leggjast þeir í lágkúrulegan og persónulegan áróður. Hvað er nú að því að borgarfulltrúi sæki sér menntun og það í því starfi sem hann er að gegna. Það hefur komið fram að mörg fordæmi eu fyrir sams konar bæði í Reykjavík og víðar. Það var nú ansi skrítið að hlusta á viðtalið við Ingibjörgu Sólrúnu,sem sjálf hafði stundað nám í Englandi um nokkurn tíma án þess að kalla til varamann í borgarstjórn. Nei,henni fannst þetta nú allt annað hvað sig varðaði heldur en Gísla Martein. Er þetta nú hægt?

Á tímum tæknialdar er það nú allt öðruvísi að dvelja erlendis og geta verið í sambandi heim,heldur en var fyrir nokkrum áratugum.Menn geta fylgst vel með og haft skoðanaskiptiog undirbúið sig fyrir fundi,þótt þeir séu í ákveðinni fjarlægð.

Það virðist ekki ætla að taka neinn enda hvað vinstri menn ætla að leggjast lágt.Ég held að það væri nú gott ef Dagur B.Eggertsson athugaði hvort hann gæti ekki skaffað sér og sínum einhverjar pillur við þessu.


mbl.is Gísli Marteinn: Ákveðinn misskilningur í gangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Sæll Sigurður.

Það er ekkert að því að kjörinn borgarfulltrúi fari erlendis vetrarlangt til að sækja sér menntunnar.

En hann á að sína sóma sinn í því að kalla til varamann til að sinna því starfi sem hann var kosinn til.

Því við vitum það báðir að hann kemur ekki til með að sinna borgarmálunum með sóma og vera á sama

tíma í fullu námi.

Þó að Ingibjörg hafi gert svipaða hluti þá er það ekki til eftirbreytni eða finnst þér það ?

Bestu kveðjur Jenni.

Jens Sigurjónsson, 21.8.2008 kl. 18:15

2 identicon

Komið þið sælir. Ég er sammála þessu. Hvers vegna væri ekki hægt að kalla til 8. manninn á lista sjálfstæðismanna, Sif Sigfúsdóttur, og veita henni sæti í borgarstjórn á meðan Gísli Marteinn stundar nám sitt af kappi? Með því sýnir hann og flokkurinn í heild mikinn sóma, að mínu mati. Að því loknu ætti hann að geta setið í borgarstjórn með góða menntun í borgarfræði og haldið áfram að gera borginni gott, þ.e. ef Sjálfstæðisflokkurinn heldur meirihluta í borgarstjórn eftir bæstu kosningar. Ég óska Hönnu Birnu Kristjánsdóttur til hamingju með mikla ábyrgðarstöðu, sem ég veit að hún mun sinna af festu og dug. Nú er bara að láta verkin tala og kominn er tími á framkvæmdir, ekki froðusnakk. Kær kveðja, Þorgils Hlynur Þorbergsson.

Þorgils Hlynur Þorbergsson (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 18:33

3 identicon

„...eftir næstu kosningar“ átti þetta auðvitað að vera. Annars verðum við að vona það besta og vænta framkvæmda, borginni til hagsbóta. Kær kveðja, Þorgils Hlynur Þorbergsson.

Þorgils Hlynur Þorbergsson (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 18:48

4 identicon

Þetta er svolítið mikil fórnfýsi hjá Gísla að hætta í námi og verða forseti borgarstjórnar ef Vilhjálmur fengi hjartaáfall á sama tíma og Dagur væri að heimsækja vini eða ættingja í útlöndum.  það myndi allavega vera skilda hans sem vara vara forseta.

joi (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 18:56

5 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir


Það að menn og konur, hafi misnotað aðstöðu sína áður réttlætir ekki að menn haldi því áfram. Þó svo mér hafi ekki fundist í lagi að Ingibjörg hafi gert þetta,  finnst mér hæpið að líkja þessu saman. Bæði var Ingibjörg reyndari og hennar nám tók mun styttri tíma.

Hroki pólitíkusa er líka með eindæmum. Þeir fara fram á há laun vegna þess hve starf þeirra er mikilvægt og krefjandi, jafnvel svo að landsbyggðarþingmenn í stjórnarandstöðu hafa fengið aðstoðarmenn. Samt hafa þeir, margir hverjir, haft þingmennsku sem hlutastarf. Farið í nám (Birkir Jón) eða verið jafnframt borgar og bæjarfulltrúar, nefni sem dæmi Kristján Þór Júlíusson.

Þóra Guðmundsdóttir, 21.8.2008 kl. 19:38

6 Smámynd: haraldurhar

    Sigurður mér finnst eins og þú sért að réttlæta það að menn þiggji laun fyrir vinnu er þeir framkvæmi ekki, og sérkennilegt að þú sem íhaldsmaður og vörslumaður allmannafés réttlætir viðlíkan gjörning.  Hvort aðilinn er þiggur laun fyrir starf er hann getur ekki sinnt sómasamlega heitir Gísli eða Ingibjörg skiptir alls engu máli.

   Hvað heldur þú að hefði verið aflahlutur þess sjómann sem réði sig á vertíðabát í Eyjum, og mætti ekki til skips hefði orðið? þó hann hafi bæði átt GSM síma og tölvu

haraldurhar, 21.8.2008 kl. 21:26

7 Smámynd: Bergljót Aðalsteinsdóttir

Er engin munur á því að hafa starfað hjá fyrirtæki í 2 ár eða 16? Er það þannig hjá ykkur sjálfstæðismönnum? 

Bergljót Aðalsteinsdóttir, 21.8.2008 kl. 22:40

8 identicon

Mér fannst ágætt að heyra hvernig Hanna Birna,borgarstjóri,svaraði spurningu um Gísla Martein á sjónvarpsstöðvunum í kvöld.Þar kom alveg greinilega fram að Gísli á rétt á þessu og að hann fær greitt fyrir að mæta á fundi í borgarstjórn. Í nútímatækni getur hann undirbúið sig og kynnt sér málin fyrir fundi.

Mér finnst nú ekki alveg sambærilegt að bera saman starf sjómanns og borgarfulltrúa.Ég held að það sé nú nauðsynlegra að vera á staðnum til að stunda fiskveiðar heldur en atkvæðaveiðar það er hægt í gegnum fjölmiðla eins og dæmin sanna.

Það var líka gott hjá Hönnu Birnu að lýsa því yfir að borgarstjóri ætti ekki að þiggja laxveiðiboð frá fyrirtækjum.

Sig.Jónsson (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 22:41

9 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég lauk grunnnámi og meistaragráðu með fullri vinnu og hef því samúð með Gísla Marteini í þessu máli.

Ég sé heldur ekki að aðrar reglur eigi að gilda um Gísla Martein en Ingibjörgu Sólrúna eða þúsundir annarra Íslendinga, sem eru að bæta við sig menntun og vinna samt fulla vinnu.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 22.8.2008 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband