FÓLKIÐ Á AÐ RÁÐA.

Enn einu sinni eru sameiningarmál sveitarfélaga komin upp á borðið.Á síðustu áratugum hefur sveitarfélögum fækkað verulega vegna sameiningar. Athyglisvert að verulega margar sameiningar hafa verið að frumkvæði heimamanna sjálfra en ekki vegna tillagna um það ofanfrá.

Gott mál hjá samgönguráðherra að ræða beri kosti og galla hver stærð sveitarfélaga á að vera. Það er einnig gott mál að efla sveitarstjórnarstigið og að sveitarfélögin fái fleiri verkefni enda fylgi tekjur með þeim verkefnum.

Ég held aftur á móti að það muni ekki vera af hinu góða að ætla að neyða sveitarfélög til sameiningar með lagavaldboði.Það er einnig mjög hæpið að einblína eingöngu á einhverja ákveðna íbúatölu eins og t.d. 1000 íbúa markið.Staða sveitarfélaga er mjög misjöfn til að veita þjónustu og að taka að sér aukna þjónustu. Það fer ekki eingöngu eftir íbúafjölda.

Ég held að ríkið eigi að semja við sveitarfélögin að taka að sér aukin verkefni. Sveitarfrélögin munu þá sjálf finna útúr því að hagstæðara geti verið að sameinast til að nýta fjármunina betur sem koma frá ríkinu og að hægt verði að veita betri þjónustu.

Við eigum áfram að láta það vera í valdi íbúanna hvort þeir telji það til bóta að sameinast öðrum eða ekki. Lagaboð að ofan er ekki rétta leiðin.


mbl.is Hugsanlegar undantekningar frá sameiningarreglum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson

Ég er sammála þér þarna Sigurður. Það er vitað mál að t.d. er Skeiða- og Gnúpverjahreppur allt of lítil eining til að ráða almennilega við öll þau hlutverk sem það þarf að sinna. Sveitarfélagið þarf að halda uppi skrifstofu með tilheyrandi kostnaði, reka skóla, félagsþjónustu o.fl. Sniðugast fyrir þetta sveitarfélag væri að hefja nú þegar sameiningarviðræður við Hrunamannahrepp, en það liggur beinast við að þessir tveir hreppar sameinist. Nú þegar hefur Hrunamannahreppur tekið að sér þjónust fyrir Skeiða- og Gnúpverjahrepp sem hreppurinn hefur ekki treyst sér til að vera með. Þetta myndi tákna talsverðan sparnað í yfirstjórn ásamt sparnaði við málaflokka eins og rekstur skólamála.

Jónas Yngvi Ásgrímsson, 6.9.2008 kl. 17:47

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Auðvitað á fólkið að ráða, en án afskipta smákónganna sem venjulega hafa unnið þetta með "maður á mann" aðferðinni og farið hús úr húsi með úrtölurnar.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 6.9.2008 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband