FURÐULEGUR HÚMOR

Flestir eru sammála að efla beri gerð íslenskra sjónvarpsþátta á öllum stöðvunum. Oft hefur vel tekist til með að framleiða léttmeti sem gaman er að horfa og hlusta á. Spaugstofan hefur haldið ótrúlegum vinsældum, Stelpurnar á Stöð voru með góðan húmor og margt fleira væri hægt að nefna.

Það sem mér er þó efst í huga að minnast aðeins eru svokallaðir skemmtiþættir á Stöð 2 sem kallast Ríkið. Ég hef horft á þessa þætti. Ég get bara ómögulega komið auga á í hverju húmorinn liggur,

Það er merkilegt að horfa á þátt eftir þátt sem á að kallast grín og manni stekkur ekki einu sinni bros.

Hvers vegna er verið að framleiða svona vitleysu?

Ég bíð reyndar spenntur eftir að sjá Dagvaktina. Verði hún sambærileg við Næturvaktina verður engin svikinn. Þar var á ferðinni virkilega góður og skemmtilegur húmor.

Fyrir alla muni gefið þessum þáttum um Ríkið frí. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Þið náið Stöð2 þarna uppfrá?  kv. B

Baldur Kristjánsson, 9.9.2008 kl. 09:20

2 Smámynd: Bjarni Baukur

Þetta er mikið rétt Sigurður. Þættirnir eru ekki vel skrifaðir sem skemmtiefni. ÉG sé bara einhverjar senur með fáránlegum uppákomum sem eru ekki spaugilegar eða fyndnar. En mér er sagt það það sé grínið ! Sviðsetningar á óvenjulegum samskiptum fólks. Auðun Blöndal er versti leikari Íslands, en Benedikt er góður alltaf, jafnvel þarna svo og Eggert Þorleifsson. Hætt að sýna Ríkið takk.

Bjarni Baukur, 9.9.2008 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband