ER NOKKUÐ SKRÍTIÐ AÐ FÓLK VILJI EVRU

Nú kostar eitt stykki Evra um 140 íslenskar krónur. Ég keypti Evrur fyrir ári þegar ég fór til Írlands. Þá kostaði eitt stykki evra kringum 85 krónur. Þetta er hressilegt fall á okkar ágæta gjaldmiðli krónunni.Margir eru með lán í erlendri mynt og finna nú rækilega fyrir því hversu alvarlega veik íslenska krónan er. Vöruverð rýkur upp úr öllu valdi. Lífskjörin versna hjá almenningi dag frá degi.

Þarf nokkur að vera undrandi á því að almenningur sé fylgjandi því að taka upp Evru. Þarf nokkur að vera hissa á því að fleiri og fleiri af hinum almenna borgara þessa lands sé fylgjandi að ESB.

Fólk sér það auðvitað í auknum mæli að krónan okkar er að hruni komin og það er skelfilegt fyrir fólk að sitja upp með launin og svo koma áhrifin á verðbólguna sem hækka afborganir og upphæðir innlendu lánanna. Þau lán lækka ekki þótt verðbólgan hjaðni eitthvað,þau hafa þegar tekið á sig hækkanir sem fólk þarf að greiða næstu árin eða áratugina.

Auðvitað vita allir að ástand mála hér heima lagast ekki þótt hægt væri að taka upp Evru á morgun, en það er ekkert skrítið að vilja horfa til framtíðar. Þótt það takist nú að hressa krónuna og efnahagsástandið batni þá á eftir að koma niðursveifla í framtíðinni og krónan mun þá ekkert frekar halda.

Við getum örugglega ekki staðið ein á Íslandi með mynt sem hvergi nokkur staðar gengur í heiminum nema að sagt er í einum banka á Strikinu í Kaupmannahöfn. Spurning hvort það er lengur.

 


mbl.is Útilokað að taka upp evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband