NÝ ÚTRÁS ?

Nú hlýtur að hafa kviknað á perunni hjá mörgum athafnamanninum á Íslandi. Það þýðir ekki að gefast upp þótt fyrsta alvöru útrásarherferðin hafi klikkað. Hér er komin frábær hugmynd fyrir útrásarsnillingana. Nú er bara að setjast niður og búa til teiknimyndasögu eins og þeir í Frakklandi gera. Segja frá öllu veldinu og framtíðarsýninni. Á Íslandi áttum við ekki lengur að þurfa að stóla á fiskveiðar,landbúnað og iðnað. Fjármálaumsýslan átti að verða atvinnuvegur númer eitt. Öll þjóðin átti að lifa gósenlífi það sem eftir væri. Teiknimyndirnar verða örugglega skemmtilegar fram að hléi.

Það er ekki eins víst að allir verði jafn hrifnir af seinni hluta myndarinnar. En hvað með það. Þetta verður góð útflutningsvara og örugglega upphafið að nýrri útrás.

Ólafur Ragnar getur þá tekið upp fyrri siði og talað fjálglega um hina nýju teiknimyndaútrás okkar duglegu athafnamanna. Össur iðnaðarráðherra mun fagna því hann hefur alltaf séð tugmilljarða gróða í útrásinni. Þeir félagar verði líka fínir í myndasögunum.

Já,það er alltaf hægt að græða á góðum hugmyndum. Spennandi tímar framundan.


mbl.is Úr verðbréfum yfir í teiknimyndabók
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 828341

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband